Sport

Snorri og Helga Margrét með gull í 800 metra hlaupi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.

800 metra hlaupi karla og kvenna er lokið á Íslandsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem nú stendur yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugadal.

Snorri Sigurðsson úr ÍR vann hjá körlunum á tímanum 1:54.35 en Ólafur Konráð Albertsson úr ÍR, varð annar á tímanum 1:55,64 og Leifur Þorbergsson úr Fjölni þriðji á tímanum 1:55,88.

Hjá Konunum vann Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni með miklum yfirburðum á tímanum 2:13,99, Björg Gunnarsdóttir úr ÍR varð önnur á tímanum 2:19,87 og Stefanía Hákonardóttir úr Fjölni þriðja á tímanum 2:25,66.

Þá vann Óli Tómas Freysson úr FH sigur í 200 metra hlaupi karla á tímanum 22,37 en Arnþór Jónsson úr Breiðablik varð annar og Þorkell Einarsson úr FH þriðji.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×