Snyrtifræðingur hélt lífinu í viðskiptavini 16. apríl 2010 03:45 Ester kristinsdóttir Gafst ekki upp og bjargaði lífi viðskiptavinar sem fékk hjartastopp síðastliðinn þriðjudag.Fréttablaðið/Pjetur „Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
„Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira