Viðskipti erlent

Google fyrirtækið hótar að hætta starfsemi í Kína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yang Jiechi utanríkisráðherra er gáttaður á árásum á hendur Kínverjum. Mynd/ AFP.
Yang Jiechi utanríkisráðherra er gáttaður á árásum á hendur Kínverjum. Mynd/ AFP.
Google fyrirtækið hefur hótað því að hætta allri starfsemi í Kína vegna þess að fyrirtækið hefur orðið fyrir árásum af hálfu kínverskra tölvuhakkara.

Samkvæmt fréttum Bloomberg fréttaveitunnar er kinverski utanríkisráðherrann, Yang Jiechi, gáttaður á málinu. Hann veit ekkert hvers vegna þessar ásakanir á hendur Kína eru tilkomnar. „Ég veit ekki hvernig þetta Google mál er tilkomið," sagði Jiechi á öryggisráðstefnu í Munchen.

Jiechi benti á að Kína leggðist algerlega gegn árásum hakkara og að þar í landi væru alþjóðleg fyrirtæki boðin velkomin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×