Birgir Leifur er ánægður með fyrsta hringinn á úrtökumótinu á Spáni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. nóvember 2010 15:14 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. „Þetta gekk fínt, ég fékk fjóra fugla og tvo skolla. Völlurinn er blautur og boltinn rúllar því ekkert á brautunum eftir uppyhafshöggin. Aðstæður eru að öðru leyti fínar," sagði Birgir í dag en ekki er búið að birta lokastöðuna eftir fyrsta keppnisdaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni en aðstæður voru fínar og eflaust eru einhverjir á góðu skori. Það er nóg eftir af þessu móti," bætti Birgir við. Alls eru 80 kylfingar á þessum keppnisvelli en alls eru keppnisstaðirnir fjórir á 2. stigi úrtökumótsins. Það komast um 25% af keppendum áfram af hverjum velli á 3. stig úrtökumótsins sem jafnframt er lokaúrtökumótið. Það má gera ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram af Arcos Garden vellinum. Mynd/Daníel Birgir Leifur náði frábærum árangri á íslensku mótaröðinni í sumar en hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli. Hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Á þessu ári hefur Birgir leikið á einu atvinnumóti, í Austurríki á Evrópumótaröðinni, en þar endaði hann í 52. sæti. Birgir vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni árið 2007 þar sem hann lék á 17 mótum og árið 2009 lék hann á 18 mótum á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. „Þetta gekk fínt, ég fékk fjóra fugla og tvo skolla. Völlurinn er blautur og boltinn rúllar því ekkert á brautunum eftir uppyhafshöggin. Aðstæður eru að öðru leyti fínar," sagði Birgir í dag en ekki er búið að birta lokastöðuna eftir fyrsta keppnisdaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni en aðstæður voru fínar og eflaust eru einhverjir á góðu skori. Það er nóg eftir af þessu móti," bætti Birgir við. Alls eru 80 kylfingar á þessum keppnisvelli en alls eru keppnisstaðirnir fjórir á 2. stigi úrtökumótsins. Það komast um 25% af keppendum áfram af hverjum velli á 3. stig úrtökumótsins sem jafnframt er lokaúrtökumótið. Það má gera ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram af Arcos Garden vellinum. Mynd/Daníel Birgir Leifur náði frábærum árangri á íslensku mótaröðinni í sumar en hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli. Hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Á þessu ári hefur Birgir leikið á einu atvinnumóti, í Austurríki á Evrópumótaröðinni, en þar endaði hann í 52. sæti. Birgir vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni árið 2007 þar sem hann lék á 17 mótum og árið 2009 lék hann á 18 mótum á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira