Viðskipti erlent

Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan

Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium.

Samkvæmt frétt um málið í New York Times er talið að verðmæti þessara auðæfan nemi um einni trilljón dollara eða um 130 þúsund milljarða króna. Til samanburðar er landsframleiðsla Afganistan 12 milljarðar dollara þannig að auðæfin samsvara landsframleiðslu landsins næstu 83 árin.

Í minnisblaði bandaríska varnarmálaráðuneytisins um þennan auðlindafund segir að í framtíðinni gæti Afganistan orðið "Saudi Arabía lithium framleiðslu í heiminum". Lithium er einkum notað í rafhlöður í tölvur og farsíma.

Jail Jumriany ráðgjafi stjórnvalda í Afganistan um námuvinnslu segir að þessi auðæfi verði hryggjarstykkið í efnahag landsins í framtíðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×