Samviskulegar smákökur 1. janúar 2010 00:01 Auður Ingibjörg Konráðsdóttir lærði til matreiðslumeistara og bakara, og hefur undanfarin ár einbeitt sér að hollri matseld og bakstri.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hollusta, hamingja, leikur og sköpun eru aðalsmerki jólabakarans Auðar Ingibjargar Konráðsdóttur, sem galdrar fram guðdómlegar og hollustu-jólasmákökur sem fjölskyldan öll getur útbúið saman í ljúfum jólaanda. Allt þetta góðgæti á sameiginlegt að vera bráðhollt og hleypa blóðsykrinum ekki í uppnám, eins og títt er um hefðbundnar smákökur. Þar af leiðandi má raða því í sig með góðri samvisku og eins gott að baka nóg því góðgætið er fljótt að klárast," segir Auður Ingibjörg Konráðsdóttir matreiðslu- og bakarameistari, sem frá árinu 1992 hefur þróað, útfært og skapað sínar eigin heilsuuppskriftir í hvers kyns matar-, tertu-, ábætis- og konfektgerð. „Mér finnst óskaplega gaman að taka hefðbundnar uppskriftir og breyta þannig að þær verði hollari. Fólk heldur því oftar en ekki að það sé að borða gamaldags hnallþóru, en hefur ekki hugmynd um að það er að borða heilsusamlegri og betrumbætta útgáfu," segir Auður brosmild, þar sem hún hnoðar saman úrvals hráefni í girnilegar jólasmákökur. „Heilsusamlegur jólabakstur er framtíðin og sífellt fleiri að vakna til meðvitundar um þann kost. Ég er sjálf grænmetisæta, en mikill sælkeri og tími alls ekki að sleppa sælgæti og kökum, hvað þá á sjálfri aðventunni og um hátíðar," segir Auður. Hún hefur undanfarin ár hefur kennt landsmönnum að útbúa eftirrétti og dýrindis tertur, sem hún segir bæði einfaldara og fljótlegra en margan gruni. „Jólagóðgæti úr hollum kosti er uppbyggjandi á meðan hefðbundnar jólasmákökur eru niðurbrjótandi, því óhollustu fáum við alltaf í kollinn seinna. Það er einnig bragðbetra og kemur ljúffengi þess alltaf jafnmikið á óvart þeim sem smakka, því oft er því haldið fram að heilsumatur sé bragðvondur," segir Auður. Hún bakar ríkulega fyrir jólin og alltaf sérstaklega mikið fyrir jólaboð stórfjölskyldunnar, þegar hollustugóðgæti hennar og heilsusamlegar hnallþórur klárast fyrst. „Matur ætti alltaf að snúast um leik og gleði, hamingju og sköpun, og allar uppskriftirnar eru til þess fallnar að útbúa með börnum á fallegri stund á aðventunni," segir Auður sem þurfti að endurskoða mataræði sitt þegar fiskofnæmi gerði vart við sig um það leyti sem hún lauk námi í matreiðslu. „Þá prófaði ég að sleppa kjöti tvisvar í viku og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég fann strax mikinn mun á almennri líðan, en líkaminn verðlaunar strax þegar honum er boðinn hollur matur. Líkami, hugur og sál er ein heild, og ef maður hugsar vel með eitt fylgir hitt í kjölfarið," segir Auður sem þó er ekki gengin í klaustur og fær sér enn pitsu og kók. Auður verður með námskeið hjá Manni lifandi í hátíðakökum og eftirréttum á aðventunni. Nánari upplýsingar hjá www.madurlifandi.is og í netfangi Auðar: heilsukokkur@gmail.com.Heslihnetuknús 1 bolli fínt malaðar heslihnetur 1 bolli fínt malað haframjöl 1 bolli sigtað, ljóst spelt ¼ tsk. salt ½ tsk. kanill ½ bolli ólífuolía ½ bolli hlynsíróp ½ bolli sojamjólk Búið til kúlur, þrýstið ofan á miðju þeirra og búið til holu sem síðan er fyllt með sykurlausri sultu; hvaða bragðefni sem er, svo lengi sem það er í uppáhaldi. Bakið við 175°C í 25 mínútur. Þessar geymast vel í frysti.HnetusmjörsnammiFreistandi og bráðhollt jólagóðgæti, bakað og sem hráfæði, og allt svo upplagt til að njóta með góðri samvisku. ½ bolli sojamjólk ½ bolli hlynsíróp eða agavesíróp ½ bolli hnetu- eða möndlusmjör 2 bollar haframjöl ½ bolli rúsínur Fersk vanilla Setjið sojamjólk, síróp og smjör í pott og látið suðu koma upp. Hrærið þar til blandan er mjúk. Blandið öllu saman, búið til kúlur og veltið upp úr ristuðum, möluðum möndlum eða hnetum. Kælið.Sesamtíglar 1 bolli agavesíróp 4 msk tahini Fersk vanilla 1 bolli ristuð sesamfræ 1 bolli ristuð graskersfræ Setjið agavesíróp, tahini og vanillu í pott. Látið malla í 5 mínútur. Blandið öllu saman. Setjið á smjörpappírsklædda plötu, fletjið út og látið storkna. Skerið í flotta tígla. Prófið að nota rúsínur eða ristaðar furuhnetur.Döðluflögur og súkkulaðihúðuð jarðarber Döðluflögur 100 g spelt eða heilhveitiflögur 50 g döðlur, saxaðar 50 g 70% súkkulaði 50 g kókosolía 50 ml hlynsíróp Blandið öllu saman, búið til klumpa og kælið. Súkkulaðihúðuð jarðarber 1 lítil ferna sojarjómi 2 msk agavesíróp 175 g 70% súkkulaði Látið suðu koma upp á sojarjóma og sírópi. Hellið yfir saxað súkkulaði og hrærið saman. Dýfið jarðarberjum í blönduna og kælið. Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól
Hollusta, hamingja, leikur og sköpun eru aðalsmerki jólabakarans Auðar Ingibjargar Konráðsdóttur, sem galdrar fram guðdómlegar og hollustu-jólasmákökur sem fjölskyldan öll getur útbúið saman í ljúfum jólaanda. Allt þetta góðgæti á sameiginlegt að vera bráðhollt og hleypa blóðsykrinum ekki í uppnám, eins og títt er um hefðbundnar smákökur. Þar af leiðandi má raða því í sig með góðri samvisku og eins gott að baka nóg því góðgætið er fljótt að klárast," segir Auður Ingibjörg Konráðsdóttir matreiðslu- og bakarameistari, sem frá árinu 1992 hefur þróað, útfært og skapað sínar eigin heilsuuppskriftir í hvers kyns matar-, tertu-, ábætis- og konfektgerð. „Mér finnst óskaplega gaman að taka hefðbundnar uppskriftir og breyta þannig að þær verði hollari. Fólk heldur því oftar en ekki að það sé að borða gamaldags hnallþóru, en hefur ekki hugmynd um að það er að borða heilsusamlegri og betrumbætta útgáfu," segir Auður brosmild, þar sem hún hnoðar saman úrvals hráefni í girnilegar jólasmákökur. „Heilsusamlegur jólabakstur er framtíðin og sífellt fleiri að vakna til meðvitundar um þann kost. Ég er sjálf grænmetisæta, en mikill sælkeri og tími alls ekki að sleppa sælgæti og kökum, hvað þá á sjálfri aðventunni og um hátíðar," segir Auður. Hún hefur undanfarin ár hefur kennt landsmönnum að útbúa eftirrétti og dýrindis tertur, sem hún segir bæði einfaldara og fljótlegra en margan gruni. „Jólagóðgæti úr hollum kosti er uppbyggjandi á meðan hefðbundnar jólasmákökur eru niðurbrjótandi, því óhollustu fáum við alltaf í kollinn seinna. Það er einnig bragðbetra og kemur ljúffengi þess alltaf jafnmikið á óvart þeim sem smakka, því oft er því haldið fram að heilsumatur sé bragðvondur," segir Auður. Hún bakar ríkulega fyrir jólin og alltaf sérstaklega mikið fyrir jólaboð stórfjölskyldunnar, þegar hollustugóðgæti hennar og heilsusamlegar hnallþórur klárast fyrst. „Matur ætti alltaf að snúast um leik og gleði, hamingju og sköpun, og allar uppskriftirnar eru til þess fallnar að útbúa með börnum á fallegri stund á aðventunni," segir Auður sem þurfti að endurskoða mataræði sitt þegar fiskofnæmi gerði vart við sig um það leyti sem hún lauk námi í matreiðslu. „Þá prófaði ég að sleppa kjöti tvisvar í viku og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég fann strax mikinn mun á almennri líðan, en líkaminn verðlaunar strax þegar honum er boðinn hollur matur. Líkami, hugur og sál er ein heild, og ef maður hugsar vel með eitt fylgir hitt í kjölfarið," segir Auður sem þó er ekki gengin í klaustur og fær sér enn pitsu og kók. Auður verður með námskeið hjá Manni lifandi í hátíðakökum og eftirréttum á aðventunni. Nánari upplýsingar hjá www.madurlifandi.is og í netfangi Auðar: heilsukokkur@gmail.com.Heslihnetuknús 1 bolli fínt malaðar heslihnetur 1 bolli fínt malað haframjöl 1 bolli sigtað, ljóst spelt ¼ tsk. salt ½ tsk. kanill ½ bolli ólífuolía ½ bolli hlynsíróp ½ bolli sojamjólk Búið til kúlur, þrýstið ofan á miðju þeirra og búið til holu sem síðan er fyllt með sykurlausri sultu; hvaða bragðefni sem er, svo lengi sem það er í uppáhaldi. Bakið við 175°C í 25 mínútur. Þessar geymast vel í frysti.HnetusmjörsnammiFreistandi og bráðhollt jólagóðgæti, bakað og sem hráfæði, og allt svo upplagt til að njóta með góðri samvisku. ½ bolli sojamjólk ½ bolli hlynsíróp eða agavesíróp ½ bolli hnetu- eða möndlusmjör 2 bollar haframjöl ½ bolli rúsínur Fersk vanilla Setjið sojamjólk, síróp og smjör í pott og látið suðu koma upp. Hrærið þar til blandan er mjúk. Blandið öllu saman, búið til kúlur og veltið upp úr ristuðum, möluðum möndlum eða hnetum. Kælið.Sesamtíglar 1 bolli agavesíróp 4 msk tahini Fersk vanilla 1 bolli ristuð sesamfræ 1 bolli ristuð graskersfræ Setjið agavesíróp, tahini og vanillu í pott. Látið malla í 5 mínútur. Blandið öllu saman. Setjið á smjörpappírsklædda plötu, fletjið út og látið storkna. Skerið í flotta tígla. Prófið að nota rúsínur eða ristaðar furuhnetur.Döðluflögur og súkkulaðihúðuð jarðarber Döðluflögur 100 g spelt eða heilhveitiflögur 50 g döðlur, saxaðar 50 g 70% súkkulaði 50 g kókosolía 50 ml hlynsíróp Blandið öllu saman, búið til klumpa og kælið. Súkkulaðihúðuð jarðarber 1 lítil ferna sojarjómi 2 msk agavesíróp 175 g 70% súkkulaði Látið suðu koma upp á sojarjóma og sírópi. Hellið yfir saxað súkkulaði og hrærið saman. Dýfið jarðarberjum í blönduna og kælið.
Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól