Toppbaráttuliðin KR, Keflavík og Njarðvík verða öll í eldlínunni í kvöld í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Íslandsmeistarar KR heimsækja Hamar í Hveragerði en með í för er Morgan Lewis, nýi Kani Vesturbæinga og því spennandi að sjá hvernig hann mætir til leiks.
KR situr á toppi deildarinnar fyrir leiki kvöldsins með tveggja stig forskot á Keflavík sem tekur á móti Tindastóli í Keflavík.
Þá mætast Njarðvík og Breiðablik í Kópavogi en Njarðvíkar hafa örlítið verið að gefa eftir í toppbaráttunni á síðustu vikum og eru nú fjórum stigum á eftir KR eftir aðeins einn sigur úr síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15.
Leikir kvöldsins:
Hamar-KR
Keflavík-Tindastóll
Breiðablik-Njarðvík