Hamilton: Á enn möguleika á titlinum 18. október 2010 13:45 Lewis Hamilton verður einbeittur í lokamótunum með McLaren, en hann á enn möguleika á meistaratitlinum. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Þetta er að verða erfiðara. Ég geri mér grein fyrir því, en við svona aðstæður þá minnist ég ársins 2007 og við sjáum hvað gerðist í síðustu 2-3 mótunum þá. Ég held að Kimi (Raikkönen) hafi verið 17 stigum á eftir þegar tvö mót voru eftir, en hann varð samt meistari. Ég hef lært oftar en einu sinni að titilinn er ekki kominn í hús fyrr en á síðustu stundu. Ég hef því ekki gefist upp", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton gekk heldur illa í síðustu keppni sem var í Japan. Hann fór útaf á fyrstu föstudagsæfingunni og skemmdi bíllinn og tapaði dýrmætum æfingatíma. Svo fékk hann fimm sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Í keppninni bilaði svo þriðji gírinn og hann lauk keppni í fimmta sæti. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir næsta mót, en fær ekki refsingu fyrir það eins og í síðustu keppni. Þrátt fyrir ólán í mótum upp á síðkastið, þá heldur Hamilton í möguleika sína á titlinum. "Það er jákvætt að ég komst í endamark, náði í stig og hélt lífi í möguleikanum. Við höfum séð hvað titilslagurinn snýst mikið um þolgæði og hvert stig skiptir máli." "Ég vill sigra á ný og ég fer til Kóreu með þá trú að það geti gerst. Og hver veit, ef það gerist og keppinautarnir nái ekki stigum, þá eykst möguleiki minn á ný", sagði Hamilton. Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Þetta er að verða erfiðara. Ég geri mér grein fyrir því, en við svona aðstæður þá minnist ég ársins 2007 og við sjáum hvað gerðist í síðustu 2-3 mótunum þá. Ég held að Kimi (Raikkönen) hafi verið 17 stigum á eftir þegar tvö mót voru eftir, en hann varð samt meistari. Ég hef lært oftar en einu sinni að titilinn er ekki kominn í hús fyrr en á síðustu stundu. Ég hef því ekki gefist upp", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton gekk heldur illa í síðustu keppni sem var í Japan. Hann fór útaf á fyrstu föstudagsæfingunni og skemmdi bíllinn og tapaði dýrmætum æfingatíma. Svo fékk hann fimm sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Í keppninni bilaði svo þriðji gírinn og hann lauk keppni í fimmta sæti. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir næsta mót, en fær ekki refsingu fyrir það eins og í síðustu keppni. Þrátt fyrir ólán í mótum upp á síðkastið, þá heldur Hamilton í möguleika sína á titlinum. "Það er jákvætt að ég komst í endamark, náði í stig og hélt lífi í möguleikanum. Við höfum séð hvað titilslagurinn snýst mikið um þolgæði og hvert stig skiptir máli." "Ég vill sigra á ný og ég fer til Kóreu með þá trú að það geti gerst. Og hver veit, ef það gerist og keppinautarnir nái ekki stigum, þá eykst möguleiki minn á ný", sagði Hamilton.
Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn