Erlent

Völdin innan fjölskyldunnar

Fjölskyldubönd Kim Il Song, stofnandi Norður-Kóreu, Kim Jong Il, sonur hans og arftaki, og loks Kim Jong Un, sem að öllum líkindum fær að taka við valdataumunum.nordicphotos/AFP
Fjölskyldubönd Kim Il Song, stofnandi Norður-Kóreu, Kim Jong Il, sonur hans og arftaki, og loks Kim Jong Un, sem að öllum líkindum fær að taka við valdataumunum.nordicphotos/AFP

Ljóst þykir að Kim Jong Un taki við af föður sínum, Kim Jong Il, sem leiðtogi Norður-Kóreu þegar fram líða stundir. Varla gerist það þó fyrr en faðirinn fellur frá, en heilsu hans hefur hrakað á allra síðustu árum.

Kim Jong Il, sem er yngstur þriggja sona leiðtogans, var gerður að herforingja á mánudag, daginn áður en landsþing Kommúnistaflokks landsins var haldið.

Slíkt þing var síðast kallað saman árið 1980, þegar Kim Il Sung, stofnandi ríkisins og þáverandi leiðtogi, kynnti son sinn til sögunnar. Kim Jong Il tók þó ekki við völdum fyrr en fjórtán árum síðar, þegar faðir hans lést.

Höfuðborgin Pjongjang var í hátíðarbúningi í gær. Kim Jong Il var endurkjörinn í embætti framkvæmdastjóra flokksins og þar með æðsta leiðtoga landsins.

Ríkisfjölmiðlarnir í Norður-Kóreu gáfu ekki frekar upp hvað fram fór á landsfundinum. Stjórnmálaskýrendur segja frama sonarins stærstu tíðindin sem borist hafa frá landinu síðan Kim Il Sung lést.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×