Ákveðið hefur verið að prenta þriðju prentun af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem skýrslan eru uppseld í mörgum bókaverslunum. Í fréttatilkynningu frá Alþingi kemur fram að prentuð verða 2000 viðbótareintök. Þess er vænst að hið nýja upplag skýrslunnar komi í verslanir strax eftir helgi. Greint var frá því í gær að rannsóknarskýrsla Alþingis er söluhæsta bók á Íslandi frá síðustu áramótum.
