Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta SB skrifar 12. apríl 2010 08:22 Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira