Stríðum vinum 18. júní 2010 00:01 Í dag er átjándi júní um allt land. Sem þýðir að í gær var sautjándi júní um allt land og gott ef ekki allan heim líka. Ísland var örugglega víðgóma um heiminn þveran og endilangan í gær. Ég sé fyrir mér umræðurnar á kaffistofunum á vinnustöðum utan landsteinanna þar sem var auðvitað ekki frí heldur bara venjulegur vinnudagur: „Hey, það er þjóðhátíðardagur Íslendinga í dag. Skyldi vera hætt að gjósa hjá þeim? En hrynja? Eiga þeir enn þá fallegustu konurnar og besta fiskinn? Heitasta vatnið? Eigum við að taka þá inn í félagið? Best að kíkja aðeins aftur á myndbandið sem ég fékk um daginn frá Íslandi, dansinn við frumskógartrommuna. Eru frumskógar á Íslandi?“ Að bera á góma er annars sérkennilegt orðatiltæki og merkir að vera í umræðunni. En hvað þýðir það eiginlega? Þýðir það að orðin liggi á tanngómunum, svona eins og þegar þau eru á allra vörum? Eða eru það fingurgómarnir sem orðin eru borin á og hvort eru þau þá borin á eins og krem eða borin á fingurgómum sér eins og dýrmætt postulín? Orðtök eru vandskilin en kannski er það einmitt þess vegna sem gaman er að nota þau og jafnvel snúa út úr þeim. Og ljóð geta verið torræð líka. Ég eyddi gærdeginum í að syngja Öxar við ána með fjögurra ára dóttur minni sem finnst lagið það skemmtilegasta í heimi og kann allan textann mjög samviskusamlega en hefur ekki hugmynd um hvað hann þýðir. Sjálf man ég eftir að hafa séð fyrir mér umfangsmikið skógarhögg við ónefnda á og það einnig löngu eftir að ég vissi að sögnin að öxa væri ekki til og hefði aldrei verið til í íslensku máli. Það var líka þetta með að skjóta fánanum í geimflaug til tunglsins. Og svo þetta með að stríða vinum sínum. Hvers konar boðskapur er það eiginlega í ljóði sem einna helst er sungið í skrúðgöngu á sautjánda júní? Íslensk tunga er dásamleg. Svo full af orðum og hljóðum og blæbrigðum og litum og myndum. Og ekkert mál að skilja eða misskilja málið eins og hverjum og einum hentar. Þannig læra börnin að fyrir þeim sé haft. Er það ekki bara málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Í dag er átjándi júní um allt land. Sem þýðir að í gær var sautjándi júní um allt land og gott ef ekki allan heim líka. Ísland var örugglega víðgóma um heiminn þveran og endilangan í gær. Ég sé fyrir mér umræðurnar á kaffistofunum á vinnustöðum utan landsteinanna þar sem var auðvitað ekki frí heldur bara venjulegur vinnudagur: „Hey, það er þjóðhátíðardagur Íslendinga í dag. Skyldi vera hætt að gjósa hjá þeim? En hrynja? Eiga þeir enn þá fallegustu konurnar og besta fiskinn? Heitasta vatnið? Eigum við að taka þá inn í félagið? Best að kíkja aðeins aftur á myndbandið sem ég fékk um daginn frá Íslandi, dansinn við frumskógartrommuna. Eru frumskógar á Íslandi?“ Að bera á góma er annars sérkennilegt orðatiltæki og merkir að vera í umræðunni. En hvað þýðir það eiginlega? Þýðir það að orðin liggi á tanngómunum, svona eins og þegar þau eru á allra vörum? Eða eru það fingurgómarnir sem orðin eru borin á og hvort eru þau þá borin á eins og krem eða borin á fingurgómum sér eins og dýrmætt postulín? Orðtök eru vandskilin en kannski er það einmitt þess vegna sem gaman er að nota þau og jafnvel snúa út úr þeim. Og ljóð geta verið torræð líka. Ég eyddi gærdeginum í að syngja Öxar við ána með fjögurra ára dóttur minni sem finnst lagið það skemmtilegasta í heimi og kann allan textann mjög samviskusamlega en hefur ekki hugmynd um hvað hann þýðir. Sjálf man ég eftir að hafa séð fyrir mér umfangsmikið skógarhögg við ónefnda á og það einnig löngu eftir að ég vissi að sögnin að öxa væri ekki til og hefði aldrei verið til í íslensku máli. Það var líka þetta með að skjóta fánanum í geimflaug til tunglsins. Og svo þetta með að stríða vinum sínum. Hvers konar boðskapur er það eiginlega í ljóði sem einna helst er sungið í skrúðgöngu á sautjánda júní? Íslensk tunga er dásamleg. Svo full af orðum og hljóðum og blæbrigðum og litum og myndum. Og ekkert mál að skilja eða misskilja málið eins og hverjum og einum hentar. Þannig læra börnin að fyrir þeim sé haft. Er það ekki bara málið?
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun