Hamilton: Verð að halda haus 15. júní 2010 14:49 Lewis Hamilton hjá McLaren. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton hjá McLaren er vafalaust ánægður með þá stöðu að vera kominn í efsta sæti stigamóts ökmanna í Formúlu 1. Hann hefur ekki áhyggjur af sóknartilburðum Red Bull í framtíðinni, þar sem hann telur McLaren vera komið í toppmál hvað bíl og búnað varðar. "Það eru nokkur góð mót framundan. Valencia verður gott fyrir mig og Silverstone er góð braut, sem hefur reynst mér vel og svo mótið í Ungverjalandi. En við sjáum hvernig nýja útfærsla brautarinnar kemur til með að reynast. Vonandi mun bíllinn enn batna á milli þessara móta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com í dag. "Ef ég get haldið haus og einbeitningu og bitið frá mér, þá geta næstu mót skipt miklu máli. Það er jafnt á milli manna og ef hægt er að mynda eitthvað forskot á næstunni, þá er góður möguleiki að halda því út tímabilið. Það hlýtur að vera markmið mitt í næstu mótum", sagði Hamilton og vill greinilega nýta slagkraftinn úr síðustu tveimur mótum. "Mér finnst ég hafa ekið vel allt tímabilið. Mér finnst ég sterkari en nokkurn tíma. En tækifærin hafa gefist að undanförnu og ég gríp þau báðum höndum", sagði Hamilton. Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren er vafalaust ánægður með þá stöðu að vera kominn í efsta sæti stigamóts ökmanna í Formúlu 1. Hann hefur ekki áhyggjur af sóknartilburðum Red Bull í framtíðinni, þar sem hann telur McLaren vera komið í toppmál hvað bíl og búnað varðar. "Það eru nokkur góð mót framundan. Valencia verður gott fyrir mig og Silverstone er góð braut, sem hefur reynst mér vel og svo mótið í Ungverjalandi. En við sjáum hvernig nýja útfærsla brautarinnar kemur til með að reynast. Vonandi mun bíllinn enn batna á milli þessara móta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com í dag. "Ef ég get haldið haus og einbeitningu og bitið frá mér, þá geta næstu mót skipt miklu máli. Það er jafnt á milli manna og ef hægt er að mynda eitthvað forskot á næstunni, þá er góður möguleiki að halda því út tímabilið. Það hlýtur að vera markmið mitt í næstu mótum", sagði Hamilton og vill greinilega nýta slagkraftinn úr síðustu tveimur mótum. "Mér finnst ég hafa ekið vel allt tímabilið. Mér finnst ég sterkari en nokkurn tíma. En tækifærin hafa gefist að undanförnu og ég gríp þau báðum höndum", sagði Hamilton.
Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira