Sport

Ásdís keppir í kvöld í spjótkasti

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Ásdís Hjálmsdóttirkeppir í spjótkasti í kvöld á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Barcelona. Ásdís er sjötta í kaströðinni í B-riðli sem hefst klukkan 18.30.

Tólf efstu komast í úrslit en hún hefur aldrei komist í úrslit á stórmóti.

Á síðasta Evrópumóti þurfti að kasta 58,65 metra til að komast í úrslit og líklegt er að svipað verði uppi á teningnum í kvöld.

Hennar besta kast á árinu eru 60,72 metrar en Íslandsmet hennar er 61,37 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×