Webber vann, en dramatík hjá Hamilton 9. maí 2010 15:18 Mark Webber fagnar sigri ía Barcelona brautinni á Spáni í dag. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber á Red Bull vann fimmta Formúlu 1 kappakstur ársins, sem fór fram á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Hann leiddi mótið frá upphafi til enda, en Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik þegar hvellsprakk á bíl hans í næst síðasta hring. Hann var þá í öðru sæti, en í stað hans steig heimamaðurinn Fernando Alonso á verðlaunapallinn í öðru sæti og Sebastian Vettel því þriðja. Webber leiddi mótið frá upphafi til enda eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum í gær. Vettel reyndi að ógna honum í upphafi, en varð ekkert ágengt. Hamilton náði að síga framúr Vettel í keppninni eftir að hafa ræst þriðji af stað, en varð svo fyrir óhappinu í lokin. Mikill og skemmtilegur slagur var oft í brautinni á milli Jenson Button og Michael Schumacher og hafði Schumacher betur, eftir nokkrar snarpar atlögur Buttons að honum, en Schumacher leiddi hann eftir brautinni. Button er með forystu í stigamótinu með 70 stig, eftir mótið í Barcelona, Alonso er með 67 og Vettel 60. Sjá nánar hér fyrir neðan: Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1h35:44.101 2. Alonso Ferrari + 24.065 3. Vettel Red Bull-Renault + 51.338 4. Schumacher Mercedes + 1:02.195 5. Button McLaren-Mercedes + 1:03.728 6. Massa Ferrari + 1:05.767 7. Sutil Force India-Mercedes + 1:12.941 8. Kubica Renault + 1:13.677 9. Barrichello Williams-Cosworth 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari Stigastaðan 1. Button 70 1. McLaren-Mercedes 119 2. Alonso 67 2. Ferrari 116 3. Vettel 60 3. Red Bull-Renault 113 4. Webber 53 4. Mercedes 72 5. Rosberg 50 5. Renault 50 6. Massa 49 6. Force India-Mercedes 24 7. Hamilton 49 7. Williams-Cosworth 8 8. Kubica 44 8. Toro Rosso-Ferrari 3 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber á Red Bull vann fimmta Formúlu 1 kappakstur ársins, sem fór fram á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Hann leiddi mótið frá upphafi til enda, en Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik þegar hvellsprakk á bíl hans í næst síðasta hring. Hann var þá í öðru sæti, en í stað hans steig heimamaðurinn Fernando Alonso á verðlaunapallinn í öðru sæti og Sebastian Vettel því þriðja. Webber leiddi mótið frá upphafi til enda eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum í gær. Vettel reyndi að ógna honum í upphafi, en varð ekkert ágengt. Hamilton náði að síga framúr Vettel í keppninni eftir að hafa ræst þriðji af stað, en varð svo fyrir óhappinu í lokin. Mikill og skemmtilegur slagur var oft í brautinni á milli Jenson Button og Michael Schumacher og hafði Schumacher betur, eftir nokkrar snarpar atlögur Buttons að honum, en Schumacher leiddi hann eftir brautinni. Button er með forystu í stigamótinu með 70 stig, eftir mótið í Barcelona, Alonso er með 67 og Vettel 60. Sjá nánar hér fyrir neðan: Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1h35:44.101 2. Alonso Ferrari + 24.065 3. Vettel Red Bull-Renault + 51.338 4. Schumacher Mercedes + 1:02.195 5. Button McLaren-Mercedes + 1:03.728 6. Massa Ferrari + 1:05.767 7. Sutil Force India-Mercedes + 1:12.941 8. Kubica Renault + 1:13.677 9. Barrichello Williams-Cosworth 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari Stigastaðan 1. Button 70 1. McLaren-Mercedes 119 2. Alonso 67 2. Ferrari 116 3. Vettel 60 3. Red Bull-Renault 113 4. Webber 53 4. Mercedes 72 5. Rosberg 50 5. Renault 50 6. Massa 49 6. Force India-Mercedes 24 7. Hamilton 49 7. Williams-Cosworth 8 8. Kubica 44 8. Toro Rosso-Ferrari 3
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira