Innlent

Sjálfkjörið í fjórum sveitarfélögum

Ráðhúsið Flest framboð eru í Reykjavík.
Ráðhúsið Flest framboð eru í Reykjavík.

Kosið verður á milli tveggja eða fleiri lista í 54 af 76 sveitarfélögum í kosningunum 29. maí. Alls eru 185 listar í framboði og sitja á þeim 2.846 manns.

Flestir listar eru í Reykjavík, átta, sjö í Kópavogi og sex á Akureyri.

Sjálfkjörið er í fjórum sveitarfélögum þar sem aðeins einn listi kom fram. Á það við um Tálknafjarðarhrepp, Skagaströnd, Breiðdalshrepp og Djúpavogshrepp.

Í átján sveitarfélögum fara fram svokallaðar óbundnar kosningar. Á það við þar sem enginn listi kom fram. Eru allir kjósendur í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.

225.930 eru á kjörskrárstofni vegna kosninganna í vor. 113.663 konur og 112.267 karlar. Eru það næstum tíu þúsund fleiri en voru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum.

Tæplega nítján þúsund manns fá að kjósa nú í fyrsta sinn. Það eru rúm átta prósent af heildarfjölda kjósenda. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×