McLaren stjórinn afskrifar ekki Ferrari og Mercedes liðin í titilslagnum 20. júlí 2010 14:18 Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Mynd: Getty Images McLaren liðið telur sig vera með toppbíl í höndunum, en Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri liðsins segir að stöðug þróunarvinna sé lykilatriði í meistarabaráttunni og bakvið sigur í einstökum mótum. "Ég tel að við séum með bíl sem getur unnið mót og það þarf þolgóðan bíl og hraðskreiðan til að vinna", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Ökumenn McLaren, Lewis Hamilton og Jenson Button eru efstir í stigamóti ökumanna og lið McLaren er efst í stigamóti bílasmiða. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. "Vissulega væri gott að vera enn fljótari og enn þolbetri, en ég tel okkur vera í þokkalegri stöðu. En við verðum að halda áfram þróunarvinnunni ef við eigum að vinna titlanna í ár:" McLaren ætlar að prófa nýja útgáfu af útblásturskerfi sem virkar betur með loftdreifinum aftan á bílnum, en sá gamli. Búnaðurinn verður prófaður á föstudagsæfingum keppnisliða og skoðað hvernig hann kemur út. Liðið prófaði sama búnað á Silverstone brautinni, en afréð að nota hann ekki nema á æfingum. Whitmarsh telur Ferrari liðið enn inn í myndinni varðandi meistaraslaginn, þó liðið hafi ekki unnið mót síðan í Barein. "Reynslan segir mér að afskrifa ekki Ferrari. Liðið er sterkt og hafi tæknilega kunnáttu til staðar, fjármagn og fyrrum meistara innan borðs, auk annars toppökumanns. Þá er Mercedes með fyrrum meistara og gíðan ökumann í Nico. Það er ekki hægt að afskrifa þá. Við verðum að bæta bílinn og gera eins vel og við getum. Red Bull er helsti keppinauturinn, en ég vil ekki afskrifa hina", sagði Whitmarsh. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren liðið telur sig vera með toppbíl í höndunum, en Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri liðsins segir að stöðug þróunarvinna sé lykilatriði í meistarabaráttunni og bakvið sigur í einstökum mótum. "Ég tel að við séum með bíl sem getur unnið mót og það þarf þolgóðan bíl og hraðskreiðan til að vinna", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Ökumenn McLaren, Lewis Hamilton og Jenson Button eru efstir í stigamóti ökumanna og lið McLaren er efst í stigamóti bílasmiða. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. Keppt er í Formúlu 1 um næstu helgi í Hockenheim í Þýskalandi. "Vissulega væri gott að vera enn fljótari og enn þolbetri, en ég tel okkur vera í þokkalegri stöðu. En við verðum að halda áfram þróunarvinnunni ef við eigum að vinna titlanna í ár:" McLaren ætlar að prófa nýja útgáfu af útblásturskerfi sem virkar betur með loftdreifinum aftan á bílnum, en sá gamli. Búnaðurinn verður prófaður á föstudagsæfingum keppnisliða og skoðað hvernig hann kemur út. Liðið prófaði sama búnað á Silverstone brautinni, en afréð að nota hann ekki nema á æfingum. Whitmarsh telur Ferrari liðið enn inn í myndinni varðandi meistaraslaginn, þó liðið hafi ekki unnið mót síðan í Barein. "Reynslan segir mér að afskrifa ekki Ferrari. Liðið er sterkt og hafi tæknilega kunnáttu til staðar, fjármagn og fyrrum meistara innan borðs, auk annars toppökumanns. Þá er Mercedes með fyrrum meistara og gíðan ökumann í Nico. Það er ekki hægt að afskrifa þá. Við verðum að bæta bílinn og gera eins vel og við getum. Red Bull er helsti keppinauturinn, en ég vil ekki afskrifa hina", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira