Hækkaði í verði á meðan aðrir lækkuðu 15. apríl 2010 03:00 Í bretlandi Á meðan verð á matvörukeðjunni Tesco og sambærilegum félögum lækkaði, hækkaði Landsbankinn bókfært verð Iceland Food Group.Nordicphotos/AFP Verð óskráðra félaga Landsbankans var hækkað í reikningum bankans á sama tíma og markaðsverð eigna á Vesturlöndum var almennt á niðurleið. Bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þannig hafi málum verið háttað í lok árs 2007 og allt þar til bankinn féll. „Munaði þá mest um uppfærslu á verði á óskráðu félagi á Bretlandseyjum, Iceland Food Group Ltd.,“ segir í skýrslunni. Bent er á að Landsbankinn hafi fært félagið inn á safn eigin viðskipta bankans í september 2007 að nafnvirði alls 109 þúsund hlutir. „Verð á félaginu samkvæmt uppgjöri bankans í desember var skráð á bókum á genginu 455,5 en í mars 2008 var það komið í 610,11, samkvæmt uppgjöri. Í júní var félagið skráð á bókum Landsbankans á genginu 735.“ Nefndin segir að þegar horft sé til þess að eignaverð hafi almennt farið lækkandi í heiminum á sama tíma veki hækkunin athygli og þar með áhrif til að auka hagnað bankans. „Þannig jókst virði Iceland Food Group um ríflega 60 prósent á bókum Landsbankans á meðan sambærileg félög í Bretlandi lækkuðu. Til dæmis lækkaði hlutabréfaverð matvörukeðjunnar Tesco’s um 16 prósent, og Marks & Spencer’s lækkaði um 50 prósent frá desember 2007 til júní 2008,“ segir í skýrslunni og tiltekið að uppfærsla verðs á Iceland Food Group hafi staðið undir átta milljörðum af 29 milljarða króna hagnaði Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2008. - óká Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Verð óskráðra félaga Landsbankans var hækkað í reikningum bankans á sama tíma og markaðsverð eigna á Vesturlöndum var almennt á niðurleið. Bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þannig hafi málum verið háttað í lok árs 2007 og allt þar til bankinn féll. „Munaði þá mest um uppfærslu á verði á óskráðu félagi á Bretlandseyjum, Iceland Food Group Ltd.,“ segir í skýrslunni. Bent er á að Landsbankinn hafi fært félagið inn á safn eigin viðskipta bankans í september 2007 að nafnvirði alls 109 þúsund hlutir. „Verð á félaginu samkvæmt uppgjöri bankans í desember var skráð á bókum á genginu 455,5 en í mars 2008 var það komið í 610,11, samkvæmt uppgjöri. Í júní var félagið skráð á bókum Landsbankans á genginu 735.“ Nefndin segir að þegar horft sé til þess að eignaverð hafi almennt farið lækkandi í heiminum á sama tíma veki hækkunin athygli og þar með áhrif til að auka hagnað bankans. „Þannig jókst virði Iceland Food Group um ríflega 60 prósent á bókum Landsbankans á meðan sambærileg félög í Bretlandi lækkuðu. Til dæmis lækkaði hlutabréfaverð matvörukeðjunnar Tesco’s um 16 prósent, og Marks & Spencer’s lækkaði um 50 prósent frá desember 2007 til júní 2008,“ segir í skýrslunni og tiltekið að uppfærsla verðs á Iceland Food Group hafi staðið undir átta milljörðum af 29 milljarða króna hagnaði Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2008. - óká
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira