Massa vill sigur, en mun hjálpa Alonso 4. nóvember 2010 14:22 Fernando Alonso og Felipe Massa föguðu vel á verðlaunpallinum í Suður Kóreu á dögunum, en Alonso vann mótið, en Massa varð þriðji. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Felipe Massa verður meðal fjögurra Brasilíumanna á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Interlagos brautinni í Brasilíu um helgina. Hann á ekki möguleika á meistaratitilinum og mun styðja við bakið á liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso í titilslagnum, komi sú staða upp í mótinu. Alonso er með 231 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber 220, Lewis Hamilton 210, Vettel 206 og Jenson Button 206. Til að landa titlinum um helgina þarf Alonso 15 stigum meira en Webber, 4 stigum meira en Hamilton og Vettel má ekki fá fleiri stig en Alonso í mótinu til að svo geti orðið. Sjálfur gerir Alonso ekki ráð fyrir því að úrslit ráðist fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. "Ég býst við sigri og mun gera mitt besta til að vinna mótið fyrir heimamenn. En það er líka satt að eftir mótið í Þýskalandi var fólk hérna mjög almennilegt við mig og hvetjandi. Raunverulegir áhorfendur eru frábærir, en fréttamennirnir eru erfiðari", sagði Massa á fundi á mótsstað í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Massa hleypti Alonso framúr sér í mótinu í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu og dómarar mótsins sektuðu Ferrari liðið með peningasekt fyrir tiltækið. Það var síðan tekið fyrir að nýju af FIA, en liðinu var ekki refsað frekar og voru skiptar skoðanir um þá ákvörðun. Aðspurður um það hvort Massa myndi hleypa Alonso framúr sér á ný í Brasilíu sagði Massa. "Ég hef þegar gert það, er það ekki? Ef þú manst það ekki. Ég gerði það 2007. Ég er fagmaður", sagði Massa, en Ferrari leggur mikla áherslu á að ökumenn sínir vinni fyrir liðið. Massa kvaðst ætla að hefja mótið og ljúka því í eins góðri stöðu og mögulegt væri, en hann veit líka að það gæti reynst dýrkeypt ef hann tæki stig af Alonso, en meira mál að hann taki stiga af keppinautunum fjórum við Alonso um titilinn. "Alonso er efstur í stigamótinu og hann getur þetta. Markmiðið er að vinna titilinn og ef hann nær þessu hérna, þá væri það gott fyrir liðið", sagði Massa. "Við höfum séð hvernig allir voru vissir um að Red Bull ynni mót auðveldlega, en svo gerist eitthvað eins og síðasta móti og þeir töpuðu mörgum stigum. Seb (astian Vettel) hefur verið fremstur á ráslínu í 10 mótum og hefur unnið þrjú mót. Á því má sjá að allt er mögulegt, sérstaklega þar sem Fernando er efstur og á því mikla möguleika", sagði Massa. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Felipe Massa verður meðal fjögurra Brasilíumanna á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Interlagos brautinni í Brasilíu um helgina. Hann á ekki möguleika á meistaratitilinum og mun styðja við bakið á liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso í titilslagnum, komi sú staða upp í mótinu. Alonso er með 231 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber 220, Lewis Hamilton 210, Vettel 206 og Jenson Button 206. Til að landa titlinum um helgina þarf Alonso 15 stigum meira en Webber, 4 stigum meira en Hamilton og Vettel má ekki fá fleiri stig en Alonso í mótinu til að svo geti orðið. Sjálfur gerir Alonso ekki ráð fyrir því að úrslit ráðist fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. "Ég býst við sigri og mun gera mitt besta til að vinna mótið fyrir heimamenn. En það er líka satt að eftir mótið í Þýskalandi var fólk hérna mjög almennilegt við mig og hvetjandi. Raunverulegir áhorfendur eru frábærir, en fréttamennirnir eru erfiðari", sagði Massa á fundi á mótsstað í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Massa hleypti Alonso framúr sér í mótinu í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu og dómarar mótsins sektuðu Ferrari liðið með peningasekt fyrir tiltækið. Það var síðan tekið fyrir að nýju af FIA, en liðinu var ekki refsað frekar og voru skiptar skoðanir um þá ákvörðun. Aðspurður um það hvort Massa myndi hleypa Alonso framúr sér á ný í Brasilíu sagði Massa. "Ég hef þegar gert það, er það ekki? Ef þú manst það ekki. Ég gerði það 2007. Ég er fagmaður", sagði Massa, en Ferrari leggur mikla áherslu á að ökumenn sínir vinni fyrir liðið. Massa kvaðst ætla að hefja mótið og ljúka því í eins góðri stöðu og mögulegt væri, en hann veit líka að það gæti reynst dýrkeypt ef hann tæki stig af Alonso, en meira mál að hann taki stiga af keppinautunum fjórum við Alonso um titilinn. "Alonso er efstur í stigamótinu og hann getur þetta. Markmiðið er að vinna titilinn og ef hann nær þessu hérna, þá væri það gott fyrir liðið", sagði Massa. "Við höfum séð hvernig allir voru vissir um að Red Bull ynni mót auðveldlega, en svo gerist eitthvað eins og síðasta móti og þeir töpuðu mörgum stigum. Seb (astian Vettel) hefur verið fremstur á ráslínu í 10 mótum og hefur unnið þrjú mót. Á því má sjá að allt er mögulegt, sérstaklega þar sem Fernando er efstur og á því mikla möguleika", sagði Massa.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira