Bótanískt útlendingahatur Ólafur Stephensen skrifar 14. júní 2010 10:33 Það er miður júní og breiður af bláum blómum gleðja augað víða um land. Hæðir og holt í nágrenni höfuðborgarinnar, þar sem áður voru uppblásin moldarbörð, eru blá yfir að líta; einstaklega falleg sjón í sumarblíðunni að undanförnu. Lúpínan setur svip sinn á landið, klæðir það með þykku teppi þar sem áður var enginn, lítill eða rytjulegur gróður.Gleðin yfir fegurð þessa nýbúa í flóru Íslands er samt engan veginn fölskvalaus. Umhverfisráðherrann, með fulltingi Landgræðslunnar og Umhverfisstofnunar, hefur skorið upp herör gegn lúpínunni. Tilkynnt hefur verið að hún sé "ágeng tegund" og nú skuli barizt gegn henni með öllum tiltækum ráðum, slætti, sauðfjárbeit og eiturhernaði. Síðastnefnda leiðin mun vera talin árangursríkust.Þegar önnur eins yfirvöld, sérfræðingar og sérlegir vinir náttúrunnar leggja saman fer ekki hjá því að fólk skammist sín ofurlítið fyrir að þykja lúpínan falleg og dæmalaust dugleg að klæða landið, sem misst hafði mikið af gróðurhulu sinni eftir ellefu alda sambúð við manninn og sauðkindina. Þetta hlýtur að vera rétt hjá fólkinu; lúpínan er hættuleg innrásarjurt og mun leggja landið undir sig ef ekkert verður að gert, hafa sjálfsagt margir hugsað.Þá bregður hins vegar svo við að aðrir og ekki síðri sérfræðingar og náttúruvinir eru á þveröfugri skoðun. Nú hefur Skógrækt ríkisins sent umhverfisráðherra greinargerð, þar sem lagzt er eindregið gegn boðaðri útrýmingarherferð gegn lúpínunni.Í Fréttablaðinu á laugardag sagði Jón Loftsson skógræktarstjóri: "Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á. [...] Grunnurinn að þessum tillögum er sá að líffræðilegri fjölbreytni stafi hætta af lúpínunni. Við teljum það alrangt. Við teljum að gera þurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áður en menn fara af stað í einhverja herferð, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernað, gegn henni. Fullyrt er að hún vaði yfir gróið land. Hvar gerir hún það? Það eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og þá hvar hún er að gera skaða."Skógræktarstjórinn bætir því við, að með því að banna lúpínu á hálendinu, þar sem hún nái ekki einu sinni að þroska fræ, sé verið að "koma í veg fyrir að eyðimerkurlandið Ísland breytist í eitthvert frjósamara land". Sagt sé að lúpínan vaði yfir lyng. "Það má vera. En lyngið, sem er útbreiddasta gróðurtegund í dag, er síðasta stig hnignunar gróðurfars. Þar eru oft komin rotsvæði, sem lúpínan gerir frjósamari en þau voru áður," segir Jón Loftsson.Getur verið að útrýmingarherferðin gegn lúpínunni sé vanhugsuð? Að þar ráði ekki sú hugsun að snúa við gróðureyðingunni á Íslandi og gera það að frjósamara landi, heldur einhvers konar bótanískt útlendingahatur sem Stuðmenn orðuðu einu sinni þannig í smellnum texta: "Við viljum íslenskar jurtir í íslenskri mold, á eldgömlu Ísafold." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun
Það er miður júní og breiður af bláum blómum gleðja augað víða um land. Hæðir og holt í nágrenni höfuðborgarinnar, þar sem áður voru uppblásin moldarbörð, eru blá yfir að líta; einstaklega falleg sjón í sumarblíðunni að undanförnu. Lúpínan setur svip sinn á landið, klæðir það með þykku teppi þar sem áður var enginn, lítill eða rytjulegur gróður.Gleðin yfir fegurð þessa nýbúa í flóru Íslands er samt engan veginn fölskvalaus. Umhverfisráðherrann, með fulltingi Landgræðslunnar og Umhverfisstofnunar, hefur skorið upp herör gegn lúpínunni. Tilkynnt hefur verið að hún sé "ágeng tegund" og nú skuli barizt gegn henni með öllum tiltækum ráðum, slætti, sauðfjárbeit og eiturhernaði. Síðastnefnda leiðin mun vera talin árangursríkust.Þegar önnur eins yfirvöld, sérfræðingar og sérlegir vinir náttúrunnar leggja saman fer ekki hjá því að fólk skammist sín ofurlítið fyrir að þykja lúpínan falleg og dæmalaust dugleg að klæða landið, sem misst hafði mikið af gróðurhulu sinni eftir ellefu alda sambúð við manninn og sauðkindina. Þetta hlýtur að vera rétt hjá fólkinu; lúpínan er hættuleg innrásarjurt og mun leggja landið undir sig ef ekkert verður að gert, hafa sjálfsagt margir hugsað.Þá bregður hins vegar svo við að aðrir og ekki síðri sérfræðingar og náttúruvinir eru á þveröfugri skoðun. Nú hefur Skógrækt ríkisins sent umhverfisráðherra greinargerð, þar sem lagzt er eindregið gegn boðaðri útrýmingarherferð gegn lúpínunni.Í Fréttablaðinu á laugardag sagði Jón Loftsson skógræktarstjóri: "Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á. [...] Grunnurinn að þessum tillögum er sá að líffræðilegri fjölbreytni stafi hætta af lúpínunni. Við teljum það alrangt. Við teljum að gera þurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áður en menn fara af stað í einhverja herferð, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernað, gegn henni. Fullyrt er að hún vaði yfir gróið land. Hvar gerir hún það? Það eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og þá hvar hún er að gera skaða."Skógræktarstjórinn bætir því við, að með því að banna lúpínu á hálendinu, þar sem hún nái ekki einu sinni að þroska fræ, sé verið að "koma í veg fyrir að eyðimerkurlandið Ísland breytist í eitthvert frjósamara land". Sagt sé að lúpínan vaði yfir lyng. "Það má vera. En lyngið, sem er útbreiddasta gróðurtegund í dag, er síðasta stig hnignunar gróðurfars. Þar eru oft komin rotsvæði, sem lúpínan gerir frjósamari en þau voru áður," segir Jón Loftsson.Getur verið að útrýmingarherferðin gegn lúpínunni sé vanhugsuð? Að þar ráði ekki sú hugsun að snúa við gróðureyðingunni á Íslandi og gera það að frjósamara landi, heldur einhvers konar bótanískt útlendingahatur sem Stuðmenn orðuðu einu sinni þannig í smellnum texta: "Við viljum íslenskar jurtir í íslenskri mold, á eldgömlu Ísafold."
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun