Borgin hreinsar til í kringum lóð Hrafns 17. apríl 2010 05:00 laugarnestangi Loftmyndin sýnir það rask sem borgaryfirvöld telja að Hrafn hafi gert á landi utan lóðarmarkanna. Hann hafi stækkað tjarnir og komið upp mannvirkjum. Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson
Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira