LungA haldin í tíunda skipti 10. júlí 2010 08:00 Framkvæmdaráð LungA Allt er nú að verða tilbúið á Seyðisfirði fyrir hina árlegu listahátíð LungA. Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og því má ætla að miklum áfanga sé náð í huga aðstandenda. Hún var haldin árið 2000 í fyrsta sinn í þeirri mynd sem hún er í dag. Þá tóku um 20 ungmenni þátt í listasmiðjunum. Í ár eru um 98 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára sem skráð eru í smiðjurnar. Í ár koma einnig 30 ungmenni að utan, tólf frá Danmörku, tólf frá Finnlandi og átta frá Noregi. Tískusýningar eru meðal þess sem er á dagskrá LungA. „Ég held þetta verði æðislegt! Við erum öll mætt tímalega í fyrsta sinn fyrir hátíðina og náum að vera smá tíma saman áður en hún byrjar. Við hlökkum allavega rosalega til,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af stofnendum listahátíðarinnar LungA. Framkvæmdaráð telur um átta manns auk framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Borgþórsdóttur, sem gengur undir nafninu mamma-LungA. Að auki verða um 20 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum sem sjá um gæslu á hátíðinni. Auk listasmiðja yfir daginn eru uppákomur öll kvöld sem opnar eru almenningi. Um helgina er mikil dagskrá sem um 3.000-4.000 manns hafa sótt síðustu ár. „Á laugardaginn verður Pop Up markaður, listaopnanir og við frumsýnum LungAbókina sem gefin verður út í tilefni afmælisins,“ segir Björt. „Auk þess erum við með tónleikaveislur alla helgina en aðalafmælistónleikarnir eru á laugardaginn frá klukkan 16 til eitt eftir miðnætti þar sem spilað er á tveimur sviðum. Slegið verður upp grillveislu þar sem veitingar verða til sölu auk þess sem gestir hafa tök á því að mæta með sinn eigin mat og grilla.“ linda@frettabladid.is LungA Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og því má ætla að miklum áfanga sé náð í huga aðstandenda. Hún var haldin árið 2000 í fyrsta sinn í þeirri mynd sem hún er í dag. Þá tóku um 20 ungmenni þátt í listasmiðjunum. Í ár eru um 98 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára sem skráð eru í smiðjurnar. Í ár koma einnig 30 ungmenni að utan, tólf frá Danmörku, tólf frá Finnlandi og átta frá Noregi. Tískusýningar eru meðal þess sem er á dagskrá LungA. „Ég held þetta verði æðislegt! Við erum öll mætt tímalega í fyrsta sinn fyrir hátíðina og náum að vera smá tíma saman áður en hún byrjar. Við hlökkum allavega rosalega til,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af stofnendum listahátíðarinnar LungA. Framkvæmdaráð telur um átta manns auk framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Borgþórsdóttur, sem gengur undir nafninu mamma-LungA. Að auki verða um 20 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum sem sjá um gæslu á hátíðinni. Auk listasmiðja yfir daginn eru uppákomur öll kvöld sem opnar eru almenningi. Um helgina er mikil dagskrá sem um 3.000-4.000 manns hafa sótt síðustu ár. „Á laugardaginn verður Pop Up markaður, listaopnanir og við frumsýnum LungAbókina sem gefin verður út í tilefni afmælisins,“ segir Björt. „Auk þess erum við með tónleikaveislur alla helgina en aðalafmælistónleikarnir eru á laugardaginn frá klukkan 16 til eitt eftir miðnætti þar sem spilað er á tveimur sviðum. Slegið verður upp grillveislu þar sem veitingar verða til sölu auk þess sem gestir hafa tök á því að mæta með sinn eigin mat og grilla.“ linda@frettabladid.is
LungA Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira