Rússinn Petrov næstum á heimavelli 24. júní 2010 17:39 Vitaly Petrov glaðlegur á fréttamannafundi í Valencia í dag. Mynd: Getty Images Þrír spænskir ökumenn keppa í Formúlu 1 mótinu í Valencia um helgina og Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault segist nærri því að vera á heimavelli. Hann hefur búið skammt frá mótssvæðinu í þrjú ár. Petrov er á fyrsta ári í Formúlu 1. "Rússland er mitt heimaland, en þetta er nærri því að vera mitt annað heimaland, þar sem keppnislið sem ég ók með var hérna. En þar sem Renault er enskt lið, þá ætla ég að flytja þangað. Ég þekki brautina vel og hljóp hana að auki í morgun", sagði Petrov á fundi með fréttamönnum í Valencia í dag. Petrov hefur staðið sig ágætlega með Robert Kubica hjá Renault og átt góða spretti á stundum í mótum. Hann vill þó ekkert hampa sér sérstaklega. "Ég vil ekkert tala um sjálfan mig, hvað gekk vel. Ég hef átt góð og slæm mót líka. Mér gekk ekki vel í Kanada og er enn að læra. Ég á eftir að keppa í mörgum mótum og get vonandi bætt mig. Er nokkuð ánægður með stöðuna." "Ég er að færast nær getu Kubica og reyni mitt til þess, en gæti þess að fókusera ekki á það sem hann er að gera. Ég reyni að einbeita mér að því sem ég er að gera", sagði Petrov. Hann fylgist með HM í fótbolta og styður spænska liðið í leiknum á morgun. "Ég fylgist með og slæmt að Rússland er ekki með. Ég hef gaman af því að fylgjast með Spánverjum þar sem ég bý í landinu og mun styðja liðið á morgun", sagði Petrov. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þrír spænskir ökumenn keppa í Formúlu 1 mótinu í Valencia um helgina og Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault segist nærri því að vera á heimavelli. Hann hefur búið skammt frá mótssvæðinu í þrjú ár. Petrov er á fyrsta ári í Formúlu 1. "Rússland er mitt heimaland, en þetta er nærri því að vera mitt annað heimaland, þar sem keppnislið sem ég ók með var hérna. En þar sem Renault er enskt lið, þá ætla ég að flytja þangað. Ég þekki brautina vel og hljóp hana að auki í morgun", sagði Petrov á fundi með fréttamönnum í Valencia í dag. Petrov hefur staðið sig ágætlega með Robert Kubica hjá Renault og átt góða spretti á stundum í mótum. Hann vill þó ekkert hampa sér sérstaklega. "Ég vil ekkert tala um sjálfan mig, hvað gekk vel. Ég hef átt góð og slæm mót líka. Mér gekk ekki vel í Kanada og er enn að læra. Ég á eftir að keppa í mörgum mótum og get vonandi bætt mig. Er nokkuð ánægður með stöðuna." "Ég er að færast nær getu Kubica og reyni mitt til þess, en gæti þess að fókusera ekki á það sem hann er að gera. Ég reyni að einbeita mér að því sem ég er að gera", sagði Petrov. Hann fylgist með HM í fótbolta og styður spænska liðið í leiknum á morgun. "Ég fylgist með og slæmt að Rússland er ekki með. Ég hef gaman af því að fylgjast með Spánverjum þar sem ég bý í landinu og mun styðja liðið á morgun", sagði Petrov.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira