Frjálshyggjan orsakavaldur hrunsins 25. febrúar 2010 11:58 MYND/Anton Meginorsök hrunsins er ekki að finna í aðgerðum eða aðgerðarleysi banka, eftirlitsaðila og stjórnvalda á Íslandi árið 2008. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í nýjasta tímariti Máls og Menningar. Grein Ingibjargar ber titilinn Háskaleg og ósjálfbær samfélagstilraun. Þar vísar Ingibjörg í frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokks og telur einboðið að sú stefna hafi skapað þær aðstæður hér á landi sem síðar urðu til þess að bankarnir hrundu. Ingibjörg segir að íslensk bankakerfi hafi verið orðið of stórt fyrir íslenskt samfélag. Hvorki Seðlabankinn né ríkissjóður höfðu fjárhagslega getu til að verja bankana áhlaupi ef til þess kæmi. Það gat aldrei farið saman - að mati Ingibjargar - stórt alþjóðlegt bankakerfi og örsmátt hagkerfi sem byggðist á eigin mynt. Við þessu hafi hún varað í mars 2008 og lýst yfir þeim áhyggjum að erlendir spákaupmenn gætu haglega hagnast á hremmingum krónunnar. Hún hafi í kjölfarið kallað eftir því að Sjálfstæðisflokkur tæki evrópupólítík sína til endurskoðunar til að Ísland kæmist í skjól Evrópusambandsins og Evrunnar. Vinstrimenn skorti sjálfstraust Ingibjörg vill þó ekki meina að aðgerðir eða aðgerðarleysi stjórnvalda, eftirlitsaðila og banka hafi leitt til hrunsins. Íslendingar hafi látið glepjast af hinu meinta góðæri sem byggt var á frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokks. Vinstrimenn hafi einfaldlega ekki haft nægilegt sjálfstraust til að gagnrýna. Góðærið byggðist hins vegar á aukinni skuldsetningu þar sem hagkerfið var þanið til hins ítrasta í þeim megintilgangi að tryggja áframhaldandi pólitísk völd tiltekinna aðila. Þetta hafi síðan gert ísland berskjaldað þegar alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis geti aldrei orðið neinn stóridómur hvað þessa samfélagstilraun varðar heldur þurfa Íslendingar - að mati Ingibjargar - að gera upp þessa fortíð með öðrum hætti. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira
Meginorsök hrunsins er ekki að finna í aðgerðum eða aðgerðarleysi banka, eftirlitsaðila og stjórnvalda á Íslandi árið 2008. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í nýjasta tímariti Máls og Menningar. Grein Ingibjargar ber titilinn Háskaleg og ósjálfbær samfélagstilraun. Þar vísar Ingibjörg í frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokks og telur einboðið að sú stefna hafi skapað þær aðstæður hér á landi sem síðar urðu til þess að bankarnir hrundu. Ingibjörg segir að íslensk bankakerfi hafi verið orðið of stórt fyrir íslenskt samfélag. Hvorki Seðlabankinn né ríkissjóður höfðu fjárhagslega getu til að verja bankana áhlaupi ef til þess kæmi. Það gat aldrei farið saman - að mati Ingibjargar - stórt alþjóðlegt bankakerfi og örsmátt hagkerfi sem byggðist á eigin mynt. Við þessu hafi hún varað í mars 2008 og lýst yfir þeim áhyggjum að erlendir spákaupmenn gætu haglega hagnast á hremmingum krónunnar. Hún hafi í kjölfarið kallað eftir því að Sjálfstæðisflokkur tæki evrópupólítík sína til endurskoðunar til að Ísland kæmist í skjól Evrópusambandsins og Evrunnar. Vinstrimenn skorti sjálfstraust Ingibjörg vill þó ekki meina að aðgerðir eða aðgerðarleysi stjórnvalda, eftirlitsaðila og banka hafi leitt til hrunsins. Íslendingar hafi látið glepjast af hinu meinta góðæri sem byggt var á frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokks. Vinstrimenn hafi einfaldlega ekki haft nægilegt sjálfstraust til að gagnrýna. Góðærið byggðist hins vegar á aukinni skuldsetningu þar sem hagkerfið var þanið til hins ítrasta í þeim megintilgangi að tryggja áframhaldandi pólitísk völd tiltekinna aðila. Þetta hafi síðan gert ísland berskjaldað þegar alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis geti aldrei orðið neinn stóridómur hvað þessa samfélagstilraun varðar heldur þurfa Íslendingar - að mati Ingibjargar - að gera upp þessa fortíð með öðrum hætti.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira