Breski gosflugstjórinn yfir Eyjafjallajökli 14. september 2010 18:57 Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira