Íslenski boltinn

Missi engan svefn yfir Veigari

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Veigar á æfingu í gær.
Veigar á æfingu í gær. Fréttablaðið/Anton
Veigar Páll Gunnarsson hefur leikið frábærlega í Noregi allan sinn feril og fær sinn skerf af athygli þarlendra fjölmiðla fyrir stórleikinn í kvöld.

Veigar hefur verið heitur með Stabæk undanfarið. Jon Knudsen verður í marki Norðmanna í kvöld. Hann spilar með Stabæk og segir Veigar góðan leikmann. "En ég er ekki að missa neinn svefn yfir honum," sagði Knudesn og bætti við að sjálfstraustið í hópnum væri mikið eftir sogur á Frökkum í vináttuleik í ágúst.

Aftenbladet býst við því að Ísland stilli upp í 4-2-3-1 leikkerfi með tvo djúpa miðjumenn og að Veigar spili fyrir aftan Heiðar Helguson "í Guðjohnsen-stöðunni," eins og þeir kalla hana. "Það hentar Veigari vel," segja þeir.

Alls eru sex leikmenn í íslenska hópnum á mála hjá liðum í Noregi. Aftenbladet slær því föstu að Birkir Bjarnason og Indriði Sigurðsson, samherjarnir hjá Viking, byrji báðir leikinn, ásamt Kristján Erni Sigurðssyni.

Flestir fjölmiðlar erlendis eru varkárir en segja þó að ef allt sé eðlilegt eigi norska liðið að vinna. Aftenbladet segir þó að riðillinn megi alls ekki hefjast á því að liðið "kasti frá sér stigum gegn lélegasta liðinu í riðlinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×