Sport

Þjálfari Carolinu Klüft verður yfirþjálfari Helgu Margrétar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, bronshafi í sjöþraut unglinga á HM unglinga í Moncton í Kanada í sumar, hefur skipt um þjálfara og verður nýtt þjálfarateymi hennar kynnt á blaðamannafundi í dag.

Stefán Jóhannsson verður ekki lengur hennar aðalþjálfari eftir gott samstarf undanfarin þrjú og hálft ár en nýr yfirþjálfari Helgu verður Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft en undir hans stjórn varð hún bæði Ólympíu- og heimsmeistari í sjöþraut.

Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns.

Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar. Stór hópur styður við bakið á Helgu Margréti hér á landi í æfingum hennar og þjálfun. Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×