Schumacher elskar Suzuka 8. október 2010 10:00 Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan. Mynd: Getty Images Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira