Vilja ekki að einkavæðing bankanna verði rannsökuð 11. september 2010 21:00 Mynd/GVA Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skilaði af sér niðurstöðum í dag telja að rannsókn á einkavæðingarferlinu við sölu ríkisbankanna skili samfélaginu engu. Þeir leggjast því gegn slíkri úttekt. Þingmenn VG, Samfylkingar og Hreyfingarinnar í nefndinni vilja að fram fari sérstök rannsókn á því hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Í bókun þeirra í skýrslunni er vísað til þess að rannsóknarnefnd Alþingis hafi tekið sérstaklega fram í skýrslu sinni að nefndin hefði ekki látið framkvæma heildarúttekt á einkavæðingu bankanna eða tengdum málefnum. „Af þessum sökum er það mat þingmannanna að framkvæma beri ítarlega rannsókn svo fullljóst verði hvernig staðið var að einkavæðingunni," segir í bókun fulltrúa VG, Samfylkingar og Hreyfingarinnar.Jóhanna vill rannsókn Líkt og áður hefur komið fram er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fylgjandi því að gerð verði úttekt á einkavæðingu bankanna. Í dag sagði hún jafnframt að það veki athygli að tveir ákveðnir flokkar vilji ekki að einkavæðing bankanna verði rannsökuð. Þingmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir, fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni, telja að í ljósi niðurstaðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003 og minnisblaða Ríkisendurskoðunar um sölu bankanna að frekari rannsókn á sölu bankanna skili samfélaginu engu.Lýsa vanþóknun sinni „Að mati þingmannanna var sala og einkavæðing ríkisbankanna rétt ákvörðun, en verklagið og atburðarásin við einkavæðingarferlið var hins vegar ekki til eftirbreytni. Þingmennirnir taka því undir þær ávirðingar sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um verklag við sölu og einkavæðingu ríkisbankanna, Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands," segir í bókun Sigurðar og Eyglóar. Þar segir jafnframt: „Þingmennirnir telja að þeir ráðherrar sem stýrðu einkavæðingarferlinu við sölu Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands beri á því fulla pólitíska ábyrgð og lýsa yfir vanþóknun sinni á störfum þeirra við það ferli."Fagþekking til staðar Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, sem sátu í nefndinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segja sömuleiðis að rannsókn á einkavæðingu bankanna sé óþörf. „Jafnframt er hæpið að halda því fram að ekki hafi verið fagþekking til staðar við einkavæðingu bankanna þar sem HSBC, einn stærsti banki heims, var aðalráðgjafi við ferlið og erfitt að taka undir að hann búi ekki yfir fagþekkingu." Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31 Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22 Steingrímur: Nefndin vann mikið og vandað starf Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að það hafi hafi verið óskandi að þingmannanefndin hefði komist að sameiginlegri niðurstöðu. Meirihluti nefndarinnar vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. 11. september 2010 18:53 Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00 Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33 Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. 11. september 2010 17:26 Geir og Ingibjörg útilokuðu Björgvin Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans. 11. september 2010 17:48 Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01 Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54 Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27 Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45 Bjarni: Tillaga meirihlutans ótraustvekjandi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tillaga meirihluta þingmannanefndar varðandi ráðherraábyrgð sé ekki trausvekjandi. Meirihlutinn vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. 11. september 2010 19:01 Gangast ekki við ábyrgð Þeir ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafa hingað til ekki viljað gangast við ábyrgð. Erfitt getur orðið fyrir landsdóm að sakfella í málinu þar sem refsiákvæði eru óljós. 11. september 2010 19:17 Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Sjá meira
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skilaði af sér niðurstöðum í dag telja að rannsókn á einkavæðingarferlinu við sölu ríkisbankanna skili samfélaginu engu. Þeir leggjast því gegn slíkri úttekt. Þingmenn VG, Samfylkingar og Hreyfingarinnar í nefndinni vilja að fram fari sérstök rannsókn á því hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Í bókun þeirra í skýrslunni er vísað til þess að rannsóknarnefnd Alþingis hafi tekið sérstaklega fram í skýrslu sinni að nefndin hefði ekki látið framkvæma heildarúttekt á einkavæðingu bankanna eða tengdum málefnum. „Af þessum sökum er það mat þingmannanna að framkvæma beri ítarlega rannsókn svo fullljóst verði hvernig staðið var að einkavæðingunni," segir í bókun fulltrúa VG, Samfylkingar og Hreyfingarinnar.Jóhanna vill rannsókn Líkt og áður hefur komið fram er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fylgjandi því að gerð verði úttekt á einkavæðingu bankanna. Í dag sagði hún jafnframt að það veki athygli að tveir ákveðnir flokkar vilji ekki að einkavæðing bankanna verði rannsökuð. Þingmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir, fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni, telja að í ljósi niðurstaðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003 og minnisblaða Ríkisendurskoðunar um sölu bankanna að frekari rannsókn á sölu bankanna skili samfélaginu engu.Lýsa vanþóknun sinni „Að mati þingmannanna var sala og einkavæðing ríkisbankanna rétt ákvörðun, en verklagið og atburðarásin við einkavæðingarferlið var hins vegar ekki til eftirbreytni. Þingmennirnir taka því undir þær ávirðingar sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um verklag við sölu og einkavæðingu ríkisbankanna, Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands," segir í bókun Sigurðar og Eyglóar. Þar segir jafnframt: „Þingmennirnir telja að þeir ráðherrar sem stýrðu einkavæðingarferlinu við sölu Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands beri á því fulla pólitíska ábyrgð og lýsa yfir vanþóknun sinni á störfum þeirra við það ferli."Fagþekking til staðar Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, sem sátu í nefndinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segja sömuleiðis að rannsókn á einkavæðingu bankanna sé óþörf. „Jafnframt er hæpið að halda því fram að ekki hafi verið fagþekking til staðar við einkavæðingu bankanna þar sem HSBC, einn stærsti banki heims, var aðalráðgjafi við ferlið og erfitt að taka undir að hann búi ekki yfir fagþekkingu."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31 Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22 Steingrímur: Nefndin vann mikið og vandað starf Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að það hafi hafi verið óskandi að þingmannanefndin hefði komist að sameiginlegri niðurstöðu. Meirihluti nefndarinnar vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. 11. september 2010 18:53 Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00 Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33 Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. 11. september 2010 17:26 Geir og Ingibjörg útilokuðu Björgvin Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans. 11. september 2010 17:48 Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01 Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54 Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27 Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45 Bjarni: Tillaga meirihlutans ótraustvekjandi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tillaga meirihluta þingmannanefndar varðandi ráðherraábyrgð sé ekki trausvekjandi. Meirihlutinn vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. 11. september 2010 19:01 Gangast ekki við ábyrgð Þeir ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafa hingað til ekki viljað gangast við ábyrgð. Erfitt getur orðið fyrir landsdóm að sakfella í málinu þar sem refsiákvæði eru óljós. 11. september 2010 19:17 Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Sjá meira
Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31
Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22
Steingrímur: Nefndin vann mikið og vandað starf Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að það hafi hafi verið óskandi að þingmannanefndin hefði komist að sameiginlegri niðurstöðu. Meirihluti nefndarinnar vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. 11. september 2010 18:53
Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00
Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33
Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. 11. september 2010 17:26
Geir og Ingibjörg útilokuðu Björgvin Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans. 11. september 2010 17:48
Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01
Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54
Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27
Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45
Bjarni: Tillaga meirihlutans ótraustvekjandi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tillaga meirihluta þingmannanefndar varðandi ráðherraábyrgð sé ekki trausvekjandi. Meirihlutinn vill að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna refsiverðrar háttsemi. 11. september 2010 19:01
Gangast ekki við ábyrgð Þeir ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafa hingað til ekki viljað gangast við ábyrgð. Erfitt getur orðið fyrir landsdóm að sakfella í málinu þar sem refsiákvæði eru óljós. 11. september 2010 19:17