Red Bull, Vettel og Webber sættast 3. júní 2010 14:37 Vettel og Webber eru sáttir eftir að hafa rætt málin í bækistöð Red Bull í dag. Mynd: Getty Images Red Bull liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að sátt sé á milli Mark Webber og Sebastian Vettel og atvikið í tyrkneska kappakstrinum sé nú að baki. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull, Adrian Newey, hönnuður og Helmut Marko, sem er ráðgjafi hjá liðinu hittu Mark Webber og Sebastian Vettel í dag í bækistöð liðsins. Rætt var um áreksturinn á milli Webber og Vettels sem kostaði liðið mögulegan sigur í mótinu. Þeir vo´ru í fyrsta og öðru sæti þegar þeir skullu saman, er Vettel reyndi framúrakstur. "Þetta var jákvæður fundur sem bindur endi á málið sem varð í 4o hring í tyrkneska mótinu. Liðið setur núna fókusinn á kanadíska kappaksturinn í næstu viku", sagði í tilkynningu liðsins í frétt á autosport.com. "Liðið kom okkur í góða stöðu og það sem gerðist var ekki gott fyrir liðið. Mér þykir leitt þeirra vegna að við misstum af forystuhlutverkinu", sagði Vettel. "Við Mark erum kappakstursmenn og vorum að keppa. Við erum fagmenn og atvikið mun ekki breyta því hvernig við vinnum saman. Við erum í frábæru liði og liðsandinn er öflugur. Ég hlakka til Kanada." Mark samsinni Vettel í tilkynningunni. "Þetta var leitt fyrir liðið þar sem við töpuðum af góðu tækifæri til að vinna. Þetta er íþrótt og svona hlutir gerast, en hefði ekki átt að gerast. Ég finn til með öllum hjá Red Bull og öllum sem koma að málinu. Við Seb munum gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Það er búið að tala nóg um þetta, málið er úr sögunni. Núna einblíni ég á mótið í Kanada", sagði Webber. Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Red Bull liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að sátt sé á milli Mark Webber og Sebastian Vettel og atvikið í tyrkneska kappakstrinum sé nú að baki. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull, Adrian Newey, hönnuður og Helmut Marko, sem er ráðgjafi hjá liðinu hittu Mark Webber og Sebastian Vettel í dag í bækistöð liðsins. Rætt var um áreksturinn á milli Webber og Vettels sem kostaði liðið mögulegan sigur í mótinu. Þeir vo´ru í fyrsta og öðru sæti þegar þeir skullu saman, er Vettel reyndi framúrakstur. "Þetta var jákvæður fundur sem bindur endi á málið sem varð í 4o hring í tyrkneska mótinu. Liðið setur núna fókusinn á kanadíska kappaksturinn í næstu viku", sagði í tilkynningu liðsins í frétt á autosport.com. "Liðið kom okkur í góða stöðu og það sem gerðist var ekki gott fyrir liðið. Mér þykir leitt þeirra vegna að við misstum af forystuhlutverkinu", sagði Vettel. "Við Mark erum kappakstursmenn og vorum að keppa. Við erum fagmenn og atvikið mun ekki breyta því hvernig við vinnum saman. Við erum í frábæru liði og liðsandinn er öflugur. Ég hlakka til Kanada." Mark samsinni Vettel í tilkynningunni. "Þetta var leitt fyrir liðið þar sem við töpuðum af góðu tækifæri til að vinna. Þetta er íþrótt og svona hlutir gerast, en hefði ekki átt að gerast. Ég finn til með öllum hjá Red Bull og öllum sem koma að málinu. Við Seb munum gæta þess að þetta gerist ekki aftur. Það er búið að tala nóg um þetta, málið er úr sögunni. Núna einblíni ég á mótið í Kanada", sagði Webber.
Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira