Webber: Trúi að ég geti unnið titilinn 27. október 2010 14:29 Mark Webber var trúlega ekkert sérlega glaður eftir að hafa misst bíl sínn útaf í Suður Kóreu og var eltur af sjónvarpstökumönnum. Mynd: Getty Images/Ker Robertson Mark Webber á Red Bull var efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna fyrir kappaksturinn í Suður Kóreu á sunnudag, en er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso á Ferrari. Webber féll úr leik eftir akstursmistök þegar hann var í öðru sæti í kappakstrinum og tapaði af dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Webber var á eftir Sebastian Vettel á Red Bull þegar óhappið varð, en Vettel varð að hætta síðar í mótinu þegar vélin bilaði í bíl hans og Alonso tók við forystuhlutverkinu og kom fyrstur í mark á undan Lewis Hamilton á McLaren. Þessir kappar eiga allir möguleika á meistaratitlinum, þegar tveimur mótum er ólokið ásamt Jenson Button á McLaren. Webber ræddi um mótið í Suður Kóreu á vefsíðu sinni og hyggst ekkert láta deigan síga þrátt fyrir áfall á sunnudaginn. "Það voru mjög mikil vonbrigði að ljúka ekki keppni. Aðstæður voru hrikalegar vegna rigningarinnar og ég lenti í árekstri eftir beygju tólf. Ég missti afturendann út á kanti og þetta voru 100% mín mistök. Það eina sem ég get gert er að horfa til næsta móts", sagði Webber í umsögn sinni. Rigning tafði mótshaldið í Suður Kóreu verulega og þrátt fyrir óhappið naut Webber þess að keyra á nýju brautinni. "Þetta var skemmtileg braut að aka. Það voru langir beinir kaflar á fyrsta tímatökusvæðinu, á því öðru voru líflegir beygjukaflar og krappar beygjur á þriðja tímatökusvæðinu. Þá var þetta tæknilega krefjandi þar sem við vourm ekki með hámarksniðurtog útaf beinu köflunum." Mark lauk keppni í 19 hring af 55. Í raun í fyrsta hring eftir að keppnina var ræst almennilega af stað, eftir að keppendur höfðu ekið á eftir öryggisbílnum. "Þetta var óvenjuleg keppni og minnkaði muninn á milli manna í stigakeppninni. En ég trúi því að ég geti unnið titilinn. Bíllinn er frábær og ég mun njóta mín í næstu tveimur mótum, í Brasilíu og Abu Dhabi. Það að keppa við gæja sem eru í sama gæðaflokki og Fernando (Alonso) er gefandi og að vinna þá er það sem keppni á þessu stigi snýst um", sagði Webber. Webber vann mótið í Brasilíu í fyrra sem er næst á dagskrá og verður um aðra helgi. Síðasta mótið verður í Abu Dhabi. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber á Red Bull var efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna fyrir kappaksturinn í Suður Kóreu á sunnudag, en er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso á Ferrari. Webber féll úr leik eftir akstursmistök þegar hann var í öðru sæti í kappakstrinum og tapaði af dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Webber var á eftir Sebastian Vettel á Red Bull þegar óhappið varð, en Vettel varð að hætta síðar í mótinu þegar vélin bilaði í bíl hans og Alonso tók við forystuhlutverkinu og kom fyrstur í mark á undan Lewis Hamilton á McLaren. Þessir kappar eiga allir möguleika á meistaratitlinum, þegar tveimur mótum er ólokið ásamt Jenson Button á McLaren. Webber ræddi um mótið í Suður Kóreu á vefsíðu sinni og hyggst ekkert láta deigan síga þrátt fyrir áfall á sunnudaginn. "Það voru mjög mikil vonbrigði að ljúka ekki keppni. Aðstæður voru hrikalegar vegna rigningarinnar og ég lenti í árekstri eftir beygju tólf. Ég missti afturendann út á kanti og þetta voru 100% mín mistök. Það eina sem ég get gert er að horfa til næsta móts", sagði Webber í umsögn sinni. Rigning tafði mótshaldið í Suður Kóreu verulega og þrátt fyrir óhappið naut Webber þess að keyra á nýju brautinni. "Þetta var skemmtileg braut að aka. Það voru langir beinir kaflar á fyrsta tímatökusvæðinu, á því öðru voru líflegir beygjukaflar og krappar beygjur á þriðja tímatökusvæðinu. Þá var þetta tæknilega krefjandi þar sem við vourm ekki með hámarksniðurtog útaf beinu köflunum." Mark lauk keppni í 19 hring af 55. Í raun í fyrsta hring eftir að keppnina var ræst almennilega af stað, eftir að keppendur höfðu ekið á eftir öryggisbílnum. "Þetta var óvenjuleg keppni og minnkaði muninn á milli manna í stigakeppninni. En ég trúi því að ég geti unnið titilinn. Bíllinn er frábær og ég mun njóta mín í næstu tveimur mótum, í Brasilíu og Abu Dhabi. Það að keppa við gæja sem eru í sama gæðaflokki og Fernando (Alonso) er gefandi og að vinna þá er það sem keppni á þessu stigi snýst um", sagði Webber. Webber vann mótið í Brasilíu í fyrra sem er næst á dagskrá og verður um aðra helgi. Síðasta mótið verður í Abu Dhabi.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira