Schumacher fylgjandi nýjum mótssvæðum 18. október 2010 15:29 Nico Rosberg og Michael Schumacher börðust af kappi innbyrðis í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg. Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg.
Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira