Litu ekki á málið fyrr en 2007 13. apríl 2010 01:00 Jónas Fr. Jónsson "Ég verð var við þessa hluti um stórar áhættuskuldbindingar, þetta […] atriði sem skipti máli, sem þurfi að taka á á markaðnum og ég byrja strax að ræða […] kannski verður hún ekkert effektíf fyrr en við förum í þessa útlánaskoðun 2007,“ sagði fyrrverandi forstjóri FME við rannsóknarnefndina. Fréttablaðið/gva Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins komst að því árið 2004 að hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt saman stórar lánveitingar bankanna til Baugs Group með réttum hætti. Hann lét stjórnendur Fjármálaeftirlitsins vita af niðurstöðum sínum. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að hann hafi með réttu talið Kaupþing átt að telja skuldbindingar nokkurra fyrirtækja með skuldum Baugs Group við bankann. Samkvæmt mati hans námu lán til Baugs og tengdra aðila 67,5 prósentum af lögbundnu eigin fé Kaupþings. Málið leit svipað út innan veggja Landsbankans en manninum reiknaðist til að lán til Baugs Group og tengdra aðila hafi numið 44,4 prósentum af eigin fé bankans í lok júní 2004. Þessu samkvæmt virtist sem báðir bankarnir hafi brotið reglur um flokkun stórra áhættuskuldbindinga, að mati rannsóknarnefndarinnar. Nefndin segir í skýrslunni athugasemdirnar hafa verið mjög mikilvægar og gefið Fjármálaeftirlitinu tilefni til að rannsaka fjárhagsleg tengsl til hlítar. Fjármálaeftirlitið ekki málið fyrr en síðla árs 2007, eða þremur árum eftir að maðurinn benti á misbrestinn. Þá voru tvö ár liðin frá því Jónas Fr. Jónsson tók við starfi forstjóra eftirlitsins. Jónas Fr. sagði í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni hafa orðið málsins var en það ekki komist á skrif fyrr en farið hafi verið að skoða útlán bankanna kerfisbundið árið 2007. - jab Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins komst að því árið 2004 að hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt saman stórar lánveitingar bankanna til Baugs Group með réttum hætti. Hann lét stjórnendur Fjármálaeftirlitsins vita af niðurstöðum sínum. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að hann hafi með réttu talið Kaupþing átt að telja skuldbindingar nokkurra fyrirtækja með skuldum Baugs Group við bankann. Samkvæmt mati hans námu lán til Baugs og tengdra aðila 67,5 prósentum af lögbundnu eigin fé Kaupþings. Málið leit svipað út innan veggja Landsbankans en manninum reiknaðist til að lán til Baugs Group og tengdra aðila hafi numið 44,4 prósentum af eigin fé bankans í lok júní 2004. Þessu samkvæmt virtist sem báðir bankarnir hafi brotið reglur um flokkun stórra áhættuskuldbindinga, að mati rannsóknarnefndarinnar. Nefndin segir í skýrslunni athugasemdirnar hafa verið mjög mikilvægar og gefið Fjármálaeftirlitinu tilefni til að rannsaka fjárhagsleg tengsl til hlítar. Fjármálaeftirlitið ekki málið fyrr en síðla árs 2007, eða þremur árum eftir að maðurinn benti á misbrestinn. Þá voru tvö ár liðin frá því Jónas Fr. Jónsson tók við starfi forstjóra eftirlitsins. Jónas Fr. sagði í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni hafa orðið málsins var en það ekki komist á skrif fyrr en farið hafi verið að skoða útlán bankanna kerfisbundið árið 2007. - jab
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira