Kristín Ýr: Ég og Hallbera náum rosalega vel saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 17:15 Kristín Ýr Bjarnadóttir. Mynd/Valli Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. „Þetta var heldur betur góður dagur. Það er alltaf frábært að skora og alltaf jafn skemmtilegt þegar Valur skorar. Ég hata það ekkert ef ég skora en ég er jafnánægð ef einhver annar skorar í liðinu. Þessi leikur var frábær undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn," sagði Kristín Ýr kát í leikslok. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö fyrstu mörkin sín eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Ég og Hallbera náum rosalega vel saman bæði innan vallar sem utan og þessi mörk voru engin tilviljun því við erum búnar að æfa þetta allt saman," sagði Kristín Ýr. Hún innsiglaði síðan þrennuna af vítapunktinum. „Við Hallbera erum svo góðar vinkonur að ég gaf henni síðustu vítaspyrnu. Ég ákvað að vera svolítið kurteis núna og spurði ég Guðnýju hvort hún vildi taka vítið í dag. Ég vonaði samt að hún segði nei og það gerði hún," sagði Kristín Ýr en Guðný Björk Óðinsdóttir fiskaði vítið. „Við ákváðum að fara Krísuvíkurleiðina í bikarnum. Okkur finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk er að segja að við séum áskrifendur að titlunum og að við förum alltaf auðveldu leiðina. Núna held ég að við séum búnar að svara því ágætlega," sagði Kristín Ýr en Valur hafði unnið Breiðablik og Fylki á útivelli á leið sinni í undanúrslitin. Kristín Ýr vildi hrósa markverði liðsins Maríu Björgu Ágústsdóttur sem lokaði markinu vel þegar Þór/KA fékk færin sín í dag. „Ef Mæja væri ekki í markinu hjá okkur þá veit ég ekki hvað við myndum gera. Þetta er besta tímabilið hennar og hún er svo klárlega í landsliðsklassa að það hálfa væri nóg. Hún er búin að halda okkur inn í leikjum þegar við missum einbeitinguna. Lið eins og Þór/KA og Breiðabliks sem eru með rosalega fljóta framherja fá alltaf færi á móti okkur en Mæja en er með þær í vasanum og er að bjarga okkur," segir Kristín Ýr. „Við fórum yfir nokkur vel valin atriði í hálfleik og bættum það sem þurfti að bæta. Við erum mjög þolinmóðar ungar stúlkur og fengum mörkin síðan í lokin," sagði Kristín Ýr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. „Þetta var heldur betur góður dagur. Það er alltaf frábært að skora og alltaf jafn skemmtilegt þegar Valur skorar. Ég hata það ekkert ef ég skora en ég er jafnánægð ef einhver annar skorar í liðinu. Þessi leikur var frábær undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn," sagði Kristín Ýr kát í leikslok. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö fyrstu mörkin sín eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Ég og Hallbera náum rosalega vel saman bæði innan vallar sem utan og þessi mörk voru engin tilviljun því við erum búnar að æfa þetta allt saman," sagði Kristín Ýr. Hún innsiglaði síðan þrennuna af vítapunktinum. „Við Hallbera erum svo góðar vinkonur að ég gaf henni síðustu vítaspyrnu. Ég ákvað að vera svolítið kurteis núna og spurði ég Guðnýju hvort hún vildi taka vítið í dag. Ég vonaði samt að hún segði nei og það gerði hún," sagði Kristín Ýr en Guðný Björk Óðinsdóttir fiskaði vítið. „Við ákváðum að fara Krísuvíkurleiðina í bikarnum. Okkur finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk er að segja að við séum áskrifendur að titlunum og að við förum alltaf auðveldu leiðina. Núna held ég að við séum búnar að svara því ágætlega," sagði Kristín Ýr en Valur hafði unnið Breiðablik og Fylki á útivelli á leið sinni í undanúrslitin. Kristín Ýr vildi hrósa markverði liðsins Maríu Björgu Ágústsdóttur sem lokaði markinu vel þegar Þór/KA fékk færin sín í dag. „Ef Mæja væri ekki í markinu hjá okkur þá veit ég ekki hvað við myndum gera. Þetta er besta tímabilið hennar og hún er svo klárlega í landsliðsklassa að það hálfa væri nóg. Hún er búin að halda okkur inn í leikjum þegar við missum einbeitinguna. Lið eins og Þór/KA og Breiðabliks sem eru með rosalega fljóta framherja fá alltaf færi á móti okkur en Mæja en er með þær í vasanum og er að bjarga okkur," segir Kristín Ýr. „Við fórum yfir nokkur vel valin atriði í hálfleik og bættum það sem þurfti að bæta. Við erum mjög þolinmóðar ungar stúlkur og fengum mörkin síðan í lokin," sagði Kristín Ýr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira