Sport

Ægir og SH vörðu bikarmeistaratitla sína

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson. Fréttablaðið/Eyþór
Sundfélagið Ægir og Sundfélag Hafnarfjarðar vörðu bikarmeistaratitla sína í Bikarkeppni SSÍ sem lauk í Reykjanesbæ í dag.

Sundfélagið Ægir vann sannfærandi sigur í kvennaflokki 1. deildar með 14.904 stig en næstar komu stelpurnar í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar með 13.878 stig. Sundfélag Hafnarfjarðar varð í 3. sæti með 13.070 stig.

Hafnfirðingar fögnuðu sigri í karlaflokki með 14.420 stig, 525 stigum á undan Ægi sem hlaut 13.895 stig. Í 3. sæti komu síðan heimamenn í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar með 12.305 stig.

Stigahæstu sund þessa síðasta mótshluta af þremur áttu þau Jakob Jóhann Sveinsson og Hrafnhildur Lúthersdóttir, bæði fyrir 200 m bringusund. Jakob hlaut 778 stig og Hrafnhildur 765 stig.

Úrslit 1. deildar urðu þessi:

Konur:

1. Ægir 14.904 stig

2. ÍRB 13.878 stig

3. SH 13.070 stig

3. ÍA 12.846 stig

5. KR 12.154 stig

6. Óðinn 12.113 stig

Karlar:

1. SH 14.420 stig

2. Ægir 13.895 stig

3. ÍRB 12.305 stig

4. ÍA 11.405 stig

5. KR 10.687 stig

6. Óðinn 9.754 stig



Stigahæstu sundmenn bikarkeppninnar voru:


Konur:

Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH 2.215 stig

Inga Elín Cryer, Akranes 2.094 stig

Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR 2.042 stig

Karlar:

Jakob Jóhann Sveinsson, Ægir 2.202 stig

Anton Sveinn McKee, Ægir 1.995 stig

Hrafn Traustason, SH 1.870 stig

Fjölnir í 1. deild

Nokkur spenna var ríkjandi um hvaða lið myndu synda í 1. deild að ári. Samkvæmt reglum bikarkeppninnar eru það sex stigahæstu lið úr 1. og 2. deild samanlagt sem taka sæti í 1. deild. Nokkuð ljóst var að ekki yrði breyting í 1. deild kvenna en sigurlið 2. deildar karla, Fjölnir, sótti hart að Sundfélaginu Óðni frá Akureyri sem hafnaði í 6. sæti 1. deildar. Fór svo að lokum að 153 stigum munaði á liðunum, Fjölnismönnum í vil, og flytast þeir því upp um deild á kostnað Óðins.

Heimild: Sundsamband.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×