Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Sigríður Mogensen skrifar 16. september 2010 18:40 Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira