Ilmvatn og adrenalín í veganesti 7. apríl 2010 11:45 Kynnar Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið eru tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson og Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona. Þau hlakka til verkefnisins og segja keppnina vera frábæran stökkpall fyrir hæfileikafólk landsins. Þetta er skemmtilegt og hvetjandi í alla staði," segir Edda. "Það er greinilegt að keppendur eru að nýta sér sköpunargleðina út í ystu æsar. Sum atriðin eru hreint út sagt sýning út af fyrir sig." Erpur tekur undir þetta og segir að á 20 ára afmælishátíð keppni sem þessarar sé eins gott að það sé eitthvað almennilegt í gangi allt kvöldið. "Þetta er flottur hópur af keppendum og skemmtiatriðin á milli eru heldur ekkert slor," segir hann. "Þetta er svona eins og háskólaboltinn í körfunni í Bandaríkjunum, einn af hápunktum ársins. Svo framleiðir þetta bara stórstjörnur líka, þegar maður lítur á liðið sem er að gera það gott í dag. Svakalega margir sem hafa tekið þátt," segir Erpur. Edda tók sjálf þátt fyrir hönd MH fyrir mörgum árum. Þó vill hún ekki ljóstra upp smáatriðum um þátttökuna. "Það eina sem ég vil segja er að þetta var góð og gefandi reynsla. En ég held að ég muni standa mig betur sem kynnir heldur en keppandi," segir hún. Edda hlakkar til að takast á við hlutverk kynnis og segir það skipta sköpum í undirbúningnum að vera á tánum og með allt sitt á hreinu. "Þetta er allt annað en leiklistin. Það er ákveðinn stressfaktor sem fylgir því að vera í beinni útsendingu og þurfa að passa sig á því að koma öllum upplýsingum rétt frá sér. En ég skýt þá bara á Erp til að koma með einhverja limru." Kynnarnir tveir segja að besta ráðið fyrir keppendur til þess að undirbúa sig sé bara að taka þessu með ró og njóta þess að vera miðpunktur senunnar. "Maður á bara að vera með allt sitt á hreinu og leyfa adrenalíninu að vinna með sér," segir Erpur. Edda gefur keppendum einnig þau ráð að setja á sig gott ilmvatn, en umfram allt njóta þess að vera til. Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Kynnar Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið eru tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson og Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona. Þau hlakka til verkefnisins og segja keppnina vera frábæran stökkpall fyrir hæfileikafólk landsins. Þetta er skemmtilegt og hvetjandi í alla staði," segir Edda. "Það er greinilegt að keppendur eru að nýta sér sköpunargleðina út í ystu æsar. Sum atriðin eru hreint út sagt sýning út af fyrir sig." Erpur tekur undir þetta og segir að á 20 ára afmælishátíð keppni sem þessarar sé eins gott að það sé eitthvað almennilegt í gangi allt kvöldið. "Þetta er flottur hópur af keppendum og skemmtiatriðin á milli eru heldur ekkert slor," segir hann. "Þetta er svona eins og háskólaboltinn í körfunni í Bandaríkjunum, einn af hápunktum ársins. Svo framleiðir þetta bara stórstjörnur líka, þegar maður lítur á liðið sem er að gera það gott í dag. Svakalega margir sem hafa tekið þátt," segir Erpur. Edda tók sjálf þátt fyrir hönd MH fyrir mörgum árum. Þó vill hún ekki ljóstra upp smáatriðum um þátttökuna. "Það eina sem ég vil segja er að þetta var góð og gefandi reynsla. En ég held að ég muni standa mig betur sem kynnir heldur en keppandi," segir hún. Edda hlakkar til að takast á við hlutverk kynnis og segir það skipta sköpum í undirbúningnum að vera á tánum og með allt sitt á hreinu. "Þetta er allt annað en leiklistin. Það er ákveðinn stressfaktor sem fylgir því að vera í beinni útsendingu og þurfa að passa sig á því að koma öllum upplýsingum rétt frá sér. En ég skýt þá bara á Erp til að koma með einhverja limru." Kynnarnir tveir segja að besta ráðið fyrir keppendur til þess að undirbúa sig sé bara að taka þessu með ró og njóta þess að vera miðpunktur senunnar. "Maður á bara að vera með allt sitt á hreinu og leyfa adrenalíninu að vinna með sér," segir Erpur. Edda gefur keppendum einnig þau ráð að setja á sig gott ilmvatn, en umfram allt njóta þess að vera til.
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira