Ilmvatn og adrenalín í veganesti 7. apríl 2010 11:45 Kynnar Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið eru tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson og Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona. Þau hlakka til verkefnisins og segja keppnina vera frábæran stökkpall fyrir hæfileikafólk landsins. Þetta er skemmtilegt og hvetjandi í alla staði," segir Edda. "Það er greinilegt að keppendur eru að nýta sér sköpunargleðina út í ystu æsar. Sum atriðin eru hreint út sagt sýning út af fyrir sig." Erpur tekur undir þetta og segir að á 20 ára afmælishátíð keppni sem þessarar sé eins gott að það sé eitthvað almennilegt í gangi allt kvöldið. "Þetta er flottur hópur af keppendum og skemmtiatriðin á milli eru heldur ekkert slor," segir hann. "Þetta er svona eins og háskólaboltinn í körfunni í Bandaríkjunum, einn af hápunktum ársins. Svo framleiðir þetta bara stórstjörnur líka, þegar maður lítur á liðið sem er að gera það gott í dag. Svakalega margir sem hafa tekið þátt," segir Erpur. Edda tók sjálf þátt fyrir hönd MH fyrir mörgum árum. Þó vill hún ekki ljóstra upp smáatriðum um þátttökuna. "Það eina sem ég vil segja er að þetta var góð og gefandi reynsla. En ég held að ég muni standa mig betur sem kynnir heldur en keppandi," segir hún. Edda hlakkar til að takast á við hlutverk kynnis og segir það skipta sköpum í undirbúningnum að vera á tánum og með allt sitt á hreinu. "Þetta er allt annað en leiklistin. Það er ákveðinn stressfaktor sem fylgir því að vera í beinni útsendingu og þurfa að passa sig á því að koma öllum upplýsingum rétt frá sér. En ég skýt þá bara á Erp til að koma með einhverja limru." Kynnarnir tveir segja að besta ráðið fyrir keppendur til þess að undirbúa sig sé bara að taka þessu með ró og njóta þess að vera miðpunktur senunnar. "Maður á bara að vera með allt sitt á hreinu og leyfa adrenalíninu að vinna með sér," segir Erpur. Edda gefur keppendum einnig þau ráð að setja á sig gott ilmvatn, en umfram allt njóta þess að vera til. Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kynnar Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið eru tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson og Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona. Þau hlakka til verkefnisins og segja keppnina vera frábæran stökkpall fyrir hæfileikafólk landsins. Þetta er skemmtilegt og hvetjandi í alla staði," segir Edda. "Það er greinilegt að keppendur eru að nýta sér sköpunargleðina út í ystu æsar. Sum atriðin eru hreint út sagt sýning út af fyrir sig." Erpur tekur undir þetta og segir að á 20 ára afmælishátíð keppni sem þessarar sé eins gott að það sé eitthvað almennilegt í gangi allt kvöldið. "Þetta er flottur hópur af keppendum og skemmtiatriðin á milli eru heldur ekkert slor," segir hann. "Þetta er svona eins og háskólaboltinn í körfunni í Bandaríkjunum, einn af hápunktum ársins. Svo framleiðir þetta bara stórstjörnur líka, þegar maður lítur á liðið sem er að gera það gott í dag. Svakalega margir sem hafa tekið þátt," segir Erpur. Edda tók sjálf þátt fyrir hönd MH fyrir mörgum árum. Þó vill hún ekki ljóstra upp smáatriðum um þátttökuna. "Það eina sem ég vil segja er að þetta var góð og gefandi reynsla. En ég held að ég muni standa mig betur sem kynnir heldur en keppandi," segir hún. Edda hlakkar til að takast á við hlutverk kynnis og segir það skipta sköpum í undirbúningnum að vera á tánum og með allt sitt á hreinu. "Þetta er allt annað en leiklistin. Það er ákveðinn stressfaktor sem fylgir því að vera í beinni útsendingu og þurfa að passa sig á því að koma öllum upplýsingum rétt frá sér. En ég skýt þá bara á Erp til að koma með einhverja limru." Kynnarnir tveir segja að besta ráðið fyrir keppendur til þess að undirbúa sig sé bara að taka þessu með ró og njóta þess að vera miðpunktur senunnar. "Maður á bara að vera með allt sitt á hreinu og leyfa adrenalíninu að vinna með sér," segir Erpur. Edda gefur keppendum einnig þau ráð að setja á sig gott ilmvatn, en umfram allt njóta þess að vera til.
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira