Umfjöllun: Brynjar með skotsýningu í sigri KR-inga á Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2010 23:04 Fannar Ólafsson og félagar í KR voru grimmir í kvöld eins og sjá má á þessari mynd. Mynd/Vilhelm KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar. Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar.
Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira