Vettel og Webber ósamála um áreksturinn 30. maí 2010 17:58 Sebastian Vettel var funheitur eftir að hafa fallið úr keik, eftir árekstur við liðsfélaga sinn Mark Webber hjá Red Bull í dag. Þeir misstu af mögulegum sigri vegna atviksins. mynd: Getty Images Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber. Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber.
Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira