Viðskipti erlent

Uppgjör Danske Bank veldur vonbrigðum

Danske Bank náði hagnaði upp á 1,7 milljarða danskra kr. eða um 40 milljörðum kr. eftir skatta í fyrra. Uppgjörið fyrir árið sem bankinn birti í morgun veldur vonbrigðum þótt að hagnaður bankans aukist nokkuð frá hryllingsárinu 2008 þegar hann nam einum milljarði danskra kr.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að menn horfi einkum á hinar gífurlegu afskriftir bankans á útlánum sínum síðasta ári en þær námu 25,6 milljörðum danskra kr. eða um 600 milljörðum kr. Stóran hluta af þessum afskriftum má rekja til starfsemi Danske Bank á Írlandi. Til samanburðar voru afskriftir þessar um helmingi minni árið 2008.

Heildartekjur bankans á síðasta ári námu 59,3 milljörðum danskra kr. og jukust um 38% frá árinu 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×