Skelltu sér á djammið með Jack Osbourne eftir tónleika 17. september 2010 09:00 Tókust vel Alma, Klara og Steinunn voru eilítið stressaðar áður en þær stigu á svið LA Roadshow en allar helstu umboðsskrifstofur Bandaríkjanna og útsendarar stórfyrirtækja mæta á sýninguna til að sjá vonarstjörnur framtíðarinnar. „Við vorum alveg rosalega stressaðar en náðum að yfirvinna það og njóta stundarinnar,“ segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona úr The Charlies. Fyrstu kynningartónleikar (e. show case) íslensku söngkvennanna í The Charlies síðan þær sömdu við Holllywood Records voru í Los Angeles í fyrrakvöld. Að sögn Ölmu voru áhorfendurnir ekki þeir auðveldustu í heiminum. Fólkið í salnum var bransafólk sem var ekki komið til að skemmta sér heldur til að mæla út hvert og eitt einasta smáatriði. „Þetta voru hákarlarnir í bransanum, fólk frá umboðsskrifstofum og fyrirtækjum sem vildi sjá hvað hver hefði upp á að bjóða og hvort það væri eitthvað vitrænt,“ útskýrir Alma og bætir því við að þær hafi þó uppskorið klapp frá viðstöddum en slíkt er víst ekkert algilt á tónleikum sem þessum. Meðal fyrirtækja sem sækja atburði á borð við þennan má nefna Levi‘s, McDonald‘s, Nike, Apple og Playstation. Stúlkurnar voru næstsíðastar á svið og fluttu meðal annars lagið Game Over. Þótt flestir í salnum hafi verið umboðsmenn þá mætti söngkonan Carmit, sem eitt sinn var meðlimur í hinum djarfa sönghópi Pussycat Dolls, til að hlýða á þær en The Charlies og Carmit eiga sameiginlega vinkonu. Að sögn Ölmu fóru þær síðan aðeins út á lífið til að ná sér niður eftir hákarlaprófið og hittu meðal annars Jack Osbourne, son hins ódrepandi rokkara Ozzy Osbourne, sem Alma segir hafa verið ákaflega viðkunnanlegan. Fjórir mánuðir eru liðnir síðan stúlkurnar fluttu út til Kaliforníu og Alma segir þær ekki vera komnar með vott af heimþrá. „Auðvitað saknar maður fjölskyldunnar og vinanna en við erum gera eitthvað sem okkur hefur dreymt um og ég held að það sýni því allir skilning.“ Alma fær hins vegar að hitta fjölskylduna sína í næsta mánuði þegar bróðir hennar, Daði Guðmundsson, gengur í það heilaga í San Fransisco. The Charlies taka að sjálfsögðu lagið. Næg verkefni eru síðan fram undan hjá sveitinni en þær eiga að fara í útvarpstúr um öll Bandaríkin í byrjun janúar á næsta ári. Þær munu þá þeytast um landið í flugvél og heimsækja stærstu útvarpsstöðvarnar til að kynna tónlistina sína. Stúlkurnar ætla hins vegar að koma heim um jólin, vonandi í byrjun desember og Alma útilokar ekki að þær haldi litla tónleika hér heima. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Svona munu Lækjartorg, Hlemmur og Káratorg líta út Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
„Við vorum alveg rosalega stressaðar en náðum að yfirvinna það og njóta stundarinnar,“ segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona úr The Charlies. Fyrstu kynningartónleikar (e. show case) íslensku söngkvennanna í The Charlies síðan þær sömdu við Holllywood Records voru í Los Angeles í fyrrakvöld. Að sögn Ölmu voru áhorfendurnir ekki þeir auðveldustu í heiminum. Fólkið í salnum var bransafólk sem var ekki komið til að skemmta sér heldur til að mæla út hvert og eitt einasta smáatriði. „Þetta voru hákarlarnir í bransanum, fólk frá umboðsskrifstofum og fyrirtækjum sem vildi sjá hvað hver hefði upp á að bjóða og hvort það væri eitthvað vitrænt,“ útskýrir Alma og bætir því við að þær hafi þó uppskorið klapp frá viðstöddum en slíkt er víst ekkert algilt á tónleikum sem þessum. Meðal fyrirtækja sem sækja atburði á borð við þennan má nefna Levi‘s, McDonald‘s, Nike, Apple og Playstation. Stúlkurnar voru næstsíðastar á svið og fluttu meðal annars lagið Game Over. Þótt flestir í salnum hafi verið umboðsmenn þá mætti söngkonan Carmit, sem eitt sinn var meðlimur í hinum djarfa sönghópi Pussycat Dolls, til að hlýða á þær en The Charlies og Carmit eiga sameiginlega vinkonu. Að sögn Ölmu fóru þær síðan aðeins út á lífið til að ná sér niður eftir hákarlaprófið og hittu meðal annars Jack Osbourne, son hins ódrepandi rokkara Ozzy Osbourne, sem Alma segir hafa verið ákaflega viðkunnanlegan. Fjórir mánuðir eru liðnir síðan stúlkurnar fluttu út til Kaliforníu og Alma segir þær ekki vera komnar með vott af heimþrá. „Auðvitað saknar maður fjölskyldunnar og vinanna en við erum gera eitthvað sem okkur hefur dreymt um og ég held að það sýni því allir skilning.“ Alma fær hins vegar að hitta fjölskylduna sína í næsta mánuði þegar bróðir hennar, Daði Guðmundsson, gengur í það heilaga í San Fransisco. The Charlies taka að sjálfsögðu lagið. Næg verkefni eru síðan fram undan hjá sveitinni en þær eiga að fara í útvarpstúr um öll Bandaríkin í byrjun janúar á næsta ári. Þær munu þá þeytast um landið í flugvél og heimsækja stærstu útvarpsstöðvarnar til að kynna tónlistina sína. Stúlkurnar ætla hins vegar að koma heim um jólin, vonandi í byrjun desember og Alma útilokar ekki að þær haldi litla tónleika hér heima. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Svona munu Lækjartorg, Hlemmur og Káratorg líta út Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira