Viðskipti erlent

Elsti byggingasjóður Breta fórnarlamb íslenska hrunsins

Chesham, elsti byggingasjóður (building society) Breta, hefur bættst í hóp fórnarlamba íslenska hrunsins haustið 2008. Sjóðurinn tapaði töluverðum fjárhæðum á falli Heritable bankans, dótturfélagi Landsbankas í Bretlandi.

Chesham hefur ekki náð sér á strik eftir þetta tap sem nam 3 milljónum punda eða tæplega 600 milljónum kr. Í fréttum breskra fjölmiðla í morgun segir að Chesham verði yfirtekinn af Skipton sem er fjórði stærsti byggingasjóður Bretlands.

Saga Chesham nær aftur til ársins 1845 en jafnframt því að vera elsti byggingasjóður Bretlands var hann sá minnsti þeirra með eignir upp á 230 milljónir punda. Chesham rak aðeins þrjú útibú og viðskiptavinir hans voru tæplega 16.000 talsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×