Reiðhjólið dregið fram Marta María Friðriksdóttir skrifar 20. júlí 2010 06:00 Reiðhjólið var dregið út úr bílskúrnum með erfiðismunum fyrr í vor, þar sem það hafði grafist undir tómum pappakössum og ýmsum ónotuðum hlutum. Hjólið hafði verið mikið notað í fyrrasumar en safnaði ryki þar til í vor. Það var pússað upp og smurt úti í garði áður en það var tekið til notkunar. Fyrstu vikurnar var það notað óspart, hjólað var til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. á þessum hjólaferðum mínum kom mér mjög á óvart hversu hjólastígar eru orðnir góðir og líka ansi margir í borginni. Kannski á það sinn þátt í undrun minni að ég er nýflutt í annan borgarhluta, Vesturbæinn, og þaðan gætu hugsanlega verið betri stígar. Úr austurbænum var ég sífellt að hoppa upp og niður af hjólinu til að fara yfir götur á mishraðvirkum umferðarljósum. Úr Vesturbænum er gaman að hjóla meðfram Ægisíðunni, inn að Nauthólsvík, út Fossvoginn og upp Ártúnsbrekkuna þar til komið er upp í Árbæ. Þetta er einstaklega skemmtileg leið, bæjarhluta á milli, og alls ekki margir staðir þar sem stoppa þarf til þess að fara yfir miklar umferðargötur á leiðinni. Varla svo að ég hafi séð bíl alla leiðina. Reyndar hafa verið byggðar sérstakar göngubrýr fyrir hjólandi vegfarendur og gangandi frá austurbænum upp í Breiðholt eða Árbæ sem auðvelda leiðina talsvert. Hægt er að ferðast bæjarhorna á milli á reiðhjóli og er tilvalið að nýta sér hjólreiða- og göngustíganetið í borginni og gera reiðhjólið að fyrsta valkosti sem farartæki, að minnsta kosti yfir sumartímann. Hjólið verður raunhæfari ferðamáti þegar leiðirnar léttast og valmöguleikum fjölgar. Hjólið mitt hefur reyndar legið óhreyft upp við húsvegg síðasta tæpa mánuðinn. Margir vissu að ég hafði tekið hjólið í notkun aftur og hef ég undanfarið oft verið spurð út í það hvernig mér takist að hjóla alltaf til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. Eftir að spurningin hefur verið borin upp lítur spyrjandinn á mig vongóður, blikkar augum, brosir og bíður spenntur eftir svarinu sem verður oftast ekki eins og hann býst við. Svarið er að veðrið hafi sett strik í reikninginn á tímabili og svo sé bara erfitt að ná í hjólið sem hímir einmana undir húsvegg, og safnar í þetta skipti ryði en ekki ryki. Nú ætla ég að fara að taka mig á, sækja hjólið og nýta góða hjólreiðastíga borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Reiðhjólið var dregið út úr bílskúrnum með erfiðismunum fyrr í vor, þar sem það hafði grafist undir tómum pappakössum og ýmsum ónotuðum hlutum. Hjólið hafði verið mikið notað í fyrrasumar en safnaði ryki þar til í vor. Það var pússað upp og smurt úti í garði áður en það var tekið til notkunar. Fyrstu vikurnar var það notað óspart, hjólað var til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. á þessum hjólaferðum mínum kom mér mjög á óvart hversu hjólastígar eru orðnir góðir og líka ansi margir í borginni. Kannski á það sinn þátt í undrun minni að ég er nýflutt í annan borgarhluta, Vesturbæinn, og þaðan gætu hugsanlega verið betri stígar. Úr austurbænum var ég sífellt að hoppa upp og niður af hjólinu til að fara yfir götur á mishraðvirkum umferðarljósum. Úr Vesturbænum er gaman að hjóla meðfram Ægisíðunni, inn að Nauthólsvík, út Fossvoginn og upp Ártúnsbrekkuna þar til komið er upp í Árbæ. Þetta er einstaklega skemmtileg leið, bæjarhluta á milli, og alls ekki margir staðir þar sem stoppa þarf til þess að fara yfir miklar umferðargötur á leiðinni. Varla svo að ég hafi séð bíl alla leiðina. Reyndar hafa verið byggðar sérstakar göngubrýr fyrir hjólandi vegfarendur og gangandi frá austurbænum upp í Breiðholt eða Árbæ sem auðvelda leiðina talsvert. Hægt er að ferðast bæjarhorna á milli á reiðhjóli og er tilvalið að nýta sér hjólreiða- og göngustíganetið í borginni og gera reiðhjólið að fyrsta valkosti sem farartæki, að minnsta kosti yfir sumartímann. Hjólið verður raunhæfari ferðamáti þegar leiðirnar léttast og valmöguleikum fjölgar. Hjólið mitt hefur reyndar legið óhreyft upp við húsvegg síðasta tæpa mánuðinn. Margir vissu að ég hafði tekið hjólið í notkun aftur og hef ég undanfarið oft verið spurð út í það hvernig mér takist að hjóla alltaf til og frá vinnu og bæjarhluta á milli. Eftir að spurningin hefur verið borin upp lítur spyrjandinn á mig vongóður, blikkar augum, brosir og bíður spenntur eftir svarinu sem verður oftast ekki eins og hann býst við. Svarið er að veðrið hafi sett strik í reikninginn á tímabili og svo sé bara erfitt að ná í hjólið sem hímir einmana undir húsvegg, og safnar í þetta skipti ryði en ekki ryki. Nú ætla ég að fara að taka mig á, sækja hjólið og nýta góða hjólreiðastíga borgarinnar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun