Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher 22. júlí 2010 12:01 Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu, en Nico Rosberg vinur hans var á verðlaunapalli með honum í síðustu keppni sem var á Silverstone. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá. Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá.
Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira