Fótbolti

Fáir Norðmenn sjá leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Arne Riise á landsliðsæfingu.
John Arne Riise á landsliðsæfingu. Fréttablaðið/Pjetur
Þó svo að íbúafjöldi Noregs sé tæplega fimm milljónir má gera ráð fyrir að fleiri Íslendingar en Norðmenn hafi aðgang að leik landanna á morgun í sjónvarpstækjum sínum.

Leikurinn verður sýndur á Canal+ í Noregi og er talið að 50-100 þúsund Norðmenn hafi áskrift að stöðinni. Menningarmálaráðherra Noregs, Anniken Huitfeldt, er óánægð með þetta.

„Það er mjög mikil synd að fáir eigi möguleika á að horfa á jafn mikilvægan leik hjá norska landsliðinu," sagði hún við norska fjölmiðla í gær. Canal+ yfirbauð bæði NRK, norska ríkissjónvarpið, og TV2 og sagði einn dagskrárgerðamanna NRK að stöðin hefði borgað á bilinu 150-200 milljónir króna fyrir útsendinguna af leiknum í kvöld.

„Það er bara markaðurinn sem ræður för í þessu," segir hann. Einn forráðamanna TV2 segir þetta ótrúlega upphæð. „Ef þetta er rétt fá þeir aldrei peninginn sinn til baka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×