Innlent

Skattrannsóknarstjóri fær aukin fjárframlög

Tuttugu starfsmenn verða ráðnir til viðbótar.
Tuttugu starfsmenn verða ráðnir til viðbótar.

Auknu fjármagni verður veitt til embættis Skattrannsóknarstjóra á næstunni. Embættinu verður því gert kleift að bæta tuttugu manns í þann hóp sem rannsakar meint skattalagabrot. Þetta var á meðal þess sem var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun en þau Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sátu fyrir svörum að fundi loknum.

Í máli Jóhönnu kom fram að einnig standi til að auka fjárframlög til embættis sérstaks saksóknara vegna þeirra mála sem meðal annars er tæpt á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Á sama fundi boðaði Jóhanna að nefnd sú sem unnið hafi að endurskoðun á stjórnsýslulögum væri að ljúka störfum á næstunni. Að sögn Jóhönnu leggur nefndin til töluverðar breytingar í stjórnsýslunni sem meðal annars er ætlað að mæta þeirri gagnrýni sem sett hefur veið fram af rannsóknarnefnd Alþingis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×