Nemendur koma vanbúnir í háskóla kolbeinn@frettabaldid.is. skrifar 1. júlí 2010 05:00 Líf og fjör á háskólatorgi. fréttablaðið/stefán Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðunandi, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbúnir úr framhaldsskólum.Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá könnun sem sýndi að stór hluti nemenda fjölmargra framhaldsskóla telur sig ekki fá nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám. Kristín segir könnunina, sem unnin var á vegum HÍ, lið í því að draga úr brottfalli. Henni verður fylgt eftir með nákvæmari úttekt í haust. Hún segir mikilvægt að nemendur framhaldsskóla, foreldra þeirra og samfélagið hafi slíkar upplýsingar. „Könnunin er liður í að skoða ástæður brottfalls. Það er bæði verið að hugsa um nemendurna og hag þeirra, en einnig fjármuni. Við gætum farið betur með fé ef brottfallið væri minna." Kristín segir samstarf háskólans og framhaldsskóla hafa aukist og tengslin vera að styrkjast. Könnunin sendi framhaldskólunum skilaboð. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ástæða fyrir framhaldsskólana að skoða námsframboðið, bæði með tilliti til þessarar könnunar og niðurstaðna námsgengiskönnunarinnar þegar hún kemur." Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir námskrá framhaldsskólanna vera í skoðun. Ýmsir hafi lýst yfir áhyggjum af því að kjarnanám sé of lítið. Í framhaldsskólalögunum frá 2008 var skólunum veitt mikið svigrúm til sérstöðu og teljast nú aðeins enska, íslenska og stærðfræði til kjarnanáms. „Á sama tíma finnum við kröfu um að nemendur eigi rétt á almennum grunni sem sé sambærilegur á milli skóla. Það mundi auðvelda þeim að fara á milli skóla og eins búa þá betur undir háskólanám." Katrín segir í skoðun að koma á nýju námsstigi milli framhaldsskóla og háskóla, ekki ósvipað því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þá er einnig í skoðun í háskólanum að setja viðmið um bakgrunn nemenda í fleiri deildum en nú er. „Við erum að færa kerfið í þrepakerfi og gerum ráð fyrir að skil milli skólastiga verði meira fljótandi en nú er. Það er allt til skoðunar í því." Drög að námskránni er að finna á Netinu, en lokadrög munu verða tilbúin næsta vetur. Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðunandi, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbúnir úr framhaldsskólum.Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá könnun sem sýndi að stór hluti nemenda fjölmargra framhaldsskóla telur sig ekki fá nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám. Kristín segir könnunina, sem unnin var á vegum HÍ, lið í því að draga úr brottfalli. Henni verður fylgt eftir með nákvæmari úttekt í haust. Hún segir mikilvægt að nemendur framhaldsskóla, foreldra þeirra og samfélagið hafi slíkar upplýsingar. „Könnunin er liður í að skoða ástæður brottfalls. Það er bæði verið að hugsa um nemendurna og hag þeirra, en einnig fjármuni. Við gætum farið betur með fé ef brottfallið væri minna." Kristín segir samstarf háskólans og framhaldsskóla hafa aukist og tengslin vera að styrkjast. Könnunin sendi framhaldskólunum skilaboð. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ástæða fyrir framhaldsskólana að skoða námsframboðið, bæði með tilliti til þessarar könnunar og niðurstaðna námsgengiskönnunarinnar þegar hún kemur." Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir námskrá framhaldsskólanna vera í skoðun. Ýmsir hafi lýst yfir áhyggjum af því að kjarnanám sé of lítið. Í framhaldsskólalögunum frá 2008 var skólunum veitt mikið svigrúm til sérstöðu og teljast nú aðeins enska, íslenska og stærðfræði til kjarnanáms. „Á sama tíma finnum við kröfu um að nemendur eigi rétt á almennum grunni sem sé sambærilegur á milli skóla. Það mundi auðvelda þeim að fara á milli skóla og eins búa þá betur undir háskólanám." Katrín segir í skoðun að koma á nýju námsstigi milli framhaldsskóla og háskóla, ekki ósvipað því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þá er einnig í skoðun í háskólanum að setja viðmið um bakgrunn nemenda í fleiri deildum en nú er. „Við erum að færa kerfið í þrepakerfi og gerum ráð fyrir að skil milli skólastiga verði meira fljótandi en nú er. Það er allt til skoðunar í því." Drög að námskránni er að finna á Netinu, en lokadrög munu verða tilbúin næsta vetur.
Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira