Þú færð það sem þú óskar þér Charlotte Böving skrifar 11. nóvember 2010 06:00 Það vex og dafnar sem við einbeitum okkur að. Flestir vita það, en samt gleymum við því reglulega. Flest höfum við lesið bókina eða séð myndina um Leyndarmálið, eða a.m.k. heyrt um fyrirbærið (og hafi maður ekki kynnt sér það, gæti verið sniðugt að gera það). „Kenningin" gengur út á að maður geti fengið allt það í lífinu sem maður óskar sér, ef maður hugsar jákvætt og af einbeitingu um það. Þannig virkar maður eins og segull og laðar að sér það sem maður er að hugsa um. Og satt að segja hef ég reynslu af Leyndarmálinu. Þegar ég óskaði mér að eignast barn númer tvö, hafði Leyndarmálið einmitt tröllriðið þjóðinni, svo við beittum aðferðinni og óskuðum okkur barns af slíkri einbeitingu og jákvæðni að við eignuðumst tvíbura. Í dag get ég ekki ímyndað mér líf mitt án beggja þessara tveggja ára stelpna, en ég verð að viðurkenna að tvíburar voru ekkert á óskalistanum. Upplifun mín er því að aðferðin virkar. Við löðum að okkur það sem við viljum, en við ráðum því ekki fyllilega hversu mikið við fáum. Ætlunin er reyndar ekki að tala um þessa bók/mynd. En mig langar að minna okkur á að það sem við fókuserum á vex og dafnar. (Af sömu ástæðu borgar sig ekki að hugsa of mikið um aukakílóin, ef maður ætlar sér að losna við þau). Það krefst aga að forðast þær hugsanir sem gera okkur leið, spæld eða reið og sem færa okkur ekki nær því sem við óskum okkur: „Ég á aldrei krónu,"„ég er alltaf svo óheppin(n),"„ég er bara svo vitlaus, mikill klaufi, asni, leiðinleg(ur), ómöguleg(ur)" o.s.frv. Það er með ólíkindum hvað fólki dettur í hug að hugsa um sjálft sig. Og samt er ég sannfærð um að enginn óski sér að lifa í reiði, þunglyndi eða á mörkum fátæktar. En til þess að geta nært það sem við óskum okkur meira af, verðum við að gefa sjálfum okkur tíma og rúm til þess að finna það í hjarta okkar hver óskin er. Þegar einlæg óskin er fundin eigum við að trúa á að við getum fengið hana uppfyllta, vera hugrökk og grípa tækifærið þegar það gefst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það vex og dafnar sem við einbeitum okkur að. Flestir vita það, en samt gleymum við því reglulega. Flest höfum við lesið bókina eða séð myndina um Leyndarmálið, eða a.m.k. heyrt um fyrirbærið (og hafi maður ekki kynnt sér það, gæti verið sniðugt að gera það). „Kenningin" gengur út á að maður geti fengið allt það í lífinu sem maður óskar sér, ef maður hugsar jákvætt og af einbeitingu um það. Þannig virkar maður eins og segull og laðar að sér það sem maður er að hugsa um. Og satt að segja hef ég reynslu af Leyndarmálinu. Þegar ég óskaði mér að eignast barn númer tvö, hafði Leyndarmálið einmitt tröllriðið þjóðinni, svo við beittum aðferðinni og óskuðum okkur barns af slíkri einbeitingu og jákvæðni að við eignuðumst tvíbura. Í dag get ég ekki ímyndað mér líf mitt án beggja þessara tveggja ára stelpna, en ég verð að viðurkenna að tvíburar voru ekkert á óskalistanum. Upplifun mín er því að aðferðin virkar. Við löðum að okkur það sem við viljum, en við ráðum því ekki fyllilega hversu mikið við fáum. Ætlunin er reyndar ekki að tala um þessa bók/mynd. En mig langar að minna okkur á að það sem við fókuserum á vex og dafnar. (Af sömu ástæðu borgar sig ekki að hugsa of mikið um aukakílóin, ef maður ætlar sér að losna við þau). Það krefst aga að forðast þær hugsanir sem gera okkur leið, spæld eða reið og sem færa okkur ekki nær því sem við óskum okkur: „Ég á aldrei krónu,"„ég er alltaf svo óheppin(n),"„ég er bara svo vitlaus, mikill klaufi, asni, leiðinleg(ur), ómöguleg(ur)" o.s.frv. Það er með ólíkindum hvað fólki dettur í hug að hugsa um sjálft sig. Og samt er ég sannfærð um að enginn óski sér að lifa í reiði, þunglyndi eða á mörkum fátæktar. En til þess að geta nært það sem við óskum okkur meira af, verðum við að gefa sjálfum okkur tíma og rúm til þess að finna það í hjarta okkar hver óskin er. Þegar einlæg óskin er fundin eigum við að trúa á að við getum fengið hana uppfyllta, vera hugrökk og grípa tækifærið þegar það gefst.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun