Umfjöllun: Markasúpa í boði Valsstúlkna á Vodafone-vellinum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. júní 2010 21:45 Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira
Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira